Lífið - 01.06.1937, Page 62
220
LÍFIö
Söguleg jarðfræSi. Liggi tveir steinar hvor ofan
á öðrum, þá verður maður þess fljótt áskynja, að
— með því að gera sér grein fyrir ákveðnum undan-
tekningum — sá, sem dýpra liggur, er eldri en sá,
sem ofar er. Þannig er hér rúm fyrir tímann. En
svona tímaákvarðanir og áætlanir eru einungis
afstæðar, og það hepnast ekki með notkunaraðferð-
um nokkurra þektra eðlisfræðieiginda að gera tíma-
skýrslur eða tímatal á sama hátt og heimssagan ger-
ir ráð fyrir.
Þegar vér viljum taka skref frá steinunum inn í
sjálfa jarðsöguna, verður fyrir oss sá örðugleiki, að
enginn hefir nokkru sinni athugað uppruna stein-
anna í fortíð jarðfræðinnar. Hin eina leið, sem oss
er heimil, er sú að ákveða nú á tíma, hvar steinar
hafa myndast og hvaða orka eða öfl hafa verið þar
að verki. Með svona verufræðilegri aðferð eða notk-
un frumsetninga raunveruleikans, er auðvitað aldrei
hægt að sanna, að steinar hafi ekki getað orðið til
með einhverjum öðrum hætti.
Notkun verufræðilegrar aðferðar er að auki sett
takmörkun með því, að vér nú á dögum getum raun-
verulega athugað og rannsakað að eins lítinn hluta
steina. Það kemur þar að auki fyrir fjöldi steina á
fortíð jarðfræðinnar, svo sem fornberg, „Syenit“,
leirhellur, frumgrýti, næstum alt málmgrýti o. s.
frv., sem, eins og rannsóknum vorum er háttað nú
á tímum, er vafalaust ekki upprunnið í því, sem vér
náum til með rannsóknum vorum — jarðskorpu og
lofti. Af þessu leiðir strax, að skýring á uppruna-