Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 66
224
LÍFIÐ
annað en tilgátur, enda þótt athuganaskilyrðin séu
eins góð og rannsóknin á því sviði, sem fyrir hendi
er, sé eins nákvæm og frumleg eins og frekast er
hugsanlegt. Einnig í fjarlægustu framtíð, þegar
miklu meira af efni til athugunar hefir hrúgast upp
og steinarnir verða rannsakaðir með aðferðum, sem
enginn núlifandi sérfræðingur getur gert sér í hug-
arlund, hvernig verði, halda allar sögulegar álykt-
anir, þrátt fyrir það, áfram að vera einungis álykt-
anir og annað ekki. Vegna þess verða allar sögulegar
fræðivitskenningar (Theorien), sem eiga að snerta
eitthvað orsök fjallmyndandi hreyfinga, aldrei út-
skýrðar þannig, að þær séu algerlega samrýmanleg-
ar neinum staðreyndum, heldur verða miklu fremur
margvíslegar skýringar mögulegar í því efni.
Sá skilnaður eða aðgreining á fullvissu og ágisk-
un, sem einmitt er krafa nútíðarinnar, er, hvað jarð-
fræðina snertir, að eins möguleg að svo miklu leyti,
sem unt er að inna af hendi fullvissu með athugun-
inni einni. Alt, sem gengur út yfir slíkt, er að eins
hægt, með ályktunarréttleika sögulegrar viðbótar,
að bera fram einungis kenningarlega sem fullviss
iyrirbrigði.