Lífið - 01.06.1937, Page 67
X.ÍFIÐ
225
Áfengisneyslan í siðum og venjum
samkvæmislífsins.
Eftir Friðrik A. Brekkan, rithöfund, stórtemplar.
I.
Þegar sá, er þessar línur ritar, gekk í Alþjóða-
reglu Góðtemplara, og þar af leiðandi gerðist bind-
indismaður, var það með ráðnum hug til þess að
lýsa fylgi við bindindishugsjónina. — Það kom þá
ekki svo sjaldan fyrir, að kunningjar mínir spurðu
mig, hvers vegna eg hefði stigið þetta spor, sem þeir
álitu ekki einungis óþarft fyrir mig — þar sem þeir
um leið gáfu mér það siðferðisvottorð, að eg hefði
aldrei „drukkið mér til skaða eða skammar" — held-
ur líka skaðlegt. Og auðvitað skýrðu þeir fyrir mér
í hverju glappaskot mitt var fólgið.
Það var ekki svo að skilja, að það væri ekki í sjálfu
sér bæði gott og virðingarvert að vera í bindindi, svo
út á það var ekki mikið að setja — ef það þá ekki
gengi út í neinar öfgar — en samt sem áður: álykt-
unin af þessu var dálítið einkennileg, nefnilega —
■að þetta í sjálfu sér góða og virðingarverða — svipti
luig möguleikunum til að hafa umgengni við eða taka
Þátt í samkvæmislífi alls þorra manna, og þó alveg
sérstaklega þess hluta fólks, sem teldist mentaði og
fínni hlutinn.
Það er nú sennilegast, að eg hafi svarað þessum
velviljuðu athugasemdum með öllum þeim hroka, sem
15