Lífið - 01.06.1937, Síða 68
226
LÍFIÐ'
mér er meðfæddur, eða á þá leið, að ef þessi fíni og
mentaði hluti fólksins vildi ekki vita af mér í sam-
kvæmislífi sínu og umgengni, þá myndi eg reyna að
sætta mig við það og taka með jafnaðargeði, enda
þótt það sé ekki vegurinn til metorða og mannvirð-
inga eins og samfélagi okkar nú er háttað.
En vitanlega liggur það í augum uppi, að með
svari eins og þessu er málið ekki leyst. Þarna standa
í raun og veru tvær andstæður hvor gagnvart annari:
Áfengisdýrkunin, sem byggir á löngu gleymdum
helgisiðum forfeðra á villimannastigi, og er haldið
við af hagsmunum þess auðmagns, sem að baki á-
fengisframleiðslunnar stendur; og svo hinsvegar hin
nýju viðhorf gagnvart menningu og samlífi manna,
en þau eru: tæknin, sem krefst skýrrar, vímulausrar
hugsunar og ákveðinna, öruggra handtaka, hin vís-
indalega þekking og reynsla, og svo loks hugsjónin
um samúð og bræðralag alls mannkyns, sem er, þrátt
fyrir alt, grundvölluð á óbifanlegri sannfæringu hins
siðmentaða manns um möguleika mannsins til þess
að lyfta sér hærra og hærra frá dýrslegum hvötum.
til sannarlegs andlegs frelsis, til hærri þroska og'
skilnings, æðri lífsnautna, sem miða að því að end-
urnæra og fullkomna í stað þess að deyfa.
Hér eru á ferðinni fyrstu framsveitir nýrrar menn-
ingar, sem samkvæmt kröfum sínum um hærri og
áframhaldandi þroska, og samkvæmt framsækni nú-
tíðar og framtíðar hafnar áfenginu, sem gagnslausu
og skaðlegu og telur drykkjusiðina í samkvæmislíf-
inu — og í samlífi manna yfirleitt — ekki einungi^