Lífið - 01.06.1937, Page 69
LÍFIÐ
227
hættulega fyrir þroskamöguleika einstaklinganna,
heldur líka heimskulega og hlægilega.
II.
Fyrir einum tveimur árum síðan — eða rúmlega
það — las eg blaðaviðtal við norska skáldið Hermann
Vildenwey í tilefni af fimtugs afmæli hans. Nú vildi
svo til, að Vildenwey hafði þá skömmu áður lýst yfir
fylgi sínu við bindindishugsjónina. En fram að þeim
tíma hafði hann fremur flestum öðrum nútímaskáld-
um einmitt getið sér orðstír, sem skáld hinna glöðu
nautna og vínguðsdýrkunar. Auðvitað snerist tals-
vert af blaðaviðtalinu um þetta, sem kalla mætti hið
breytta viðhorf skáldsins. En það kom nokkuð greini-
lega í ljós, að í raun og veru var hér ekki um neina
alveg nýja hugarfarsbreytingu að ræða. Skáldinu
hafði raunar mjög lengi verið það Ijóst, að áfengis-
nautnin hafði aldrei gert list hans og starfi annað
en skaða, hann hafði mjög lengi — ef til vill altaf,
gert sér grein fyrir, að lífið og lífsgátan væru of
dýrmætar gjafir til þess að sóa þeim ýmist yfir vín-
glasinu eða í timburmennina á eftir, eins og hann
orðaði það. — Honum hafði verið það ljóst — eins
og reyndar öllum þorra skapandi listamanna er það
ljóst — að áfengisnautnin og afleiðingar hennar
hefðu aldrei hjálpað sköpunargáfunni að neinu leyti,
en þvert á móti jafnan verið henni til hindrunar.
Nú mætti spyrja, hversvegna skáldið, sem hafði
séð þetta alt og skilið, ekki fyrir löngu síðan hefði
afneitað áfenginu. Það er alls ekki of djarft að á-
lykta, að það hafi einmitt verið drykkjusiðirnir í
15*