Lífið - 01.06.1937, Page 70
228
LÍFIÐ
samkvæmislífinu, sem héldu honum bundnum svona
lengi, enda kemur blaðamaðurinn sjálfur með þá
spurningu, hvort hann nú geti notið samkvæmislífs-
ins eins og áður, og hvort það hafi ekki leiðinleg á-
hrif á hann að taka þátt í samkvæmi, þar sem aðrir
drekki áfengi. — „Eg brosi að þeim“, segir Vilden-
wey. —
Því næst lýsir hann skoðun sinni á því, að það sé
hin persónulega einstaklings-sannfæring sín um dýr-
mæti lífsins, og þeirrar lífsköllunar, sem hverjum
sé ætluð, er verði undirstaða hins persónulega bind-
indis.
Það liggur í hlutarins eðli, að á meðan sá siður er
ríkjandi, að áfengi sé eins og sjálfsagður hlutur í
samkvæmislífi og félagslífi þjóðarinnar, þá kemst
bindindismaðurinn ekki hjá því að taka ákveðna af-
stöðu til félagslífs og samkvæmislífs í heild. Við vit-
um vel, að hér er um andstæður að ræða. — Það er
satt, við brosum, eins og Hermann Vildenwey orðar
það — brosum að öllu „rituali" áfengisneytandans —
látum þá svo vera, að í því brosi sé nokkur gremja og
sársauki, nokkur meðaumkun og'hjá sumum kannske
nokkur fyrirlitning, af því við vitum og höfum nægi-
lega reynslu og sannanir fyrir, að drykkjusiðurinn
er í raun og veru orðinn það á eftir allri þekkingu
og öllum kröfum siðmenningarinnar, að hann verkar
eins og naprasta háð gagnvart allri sannri menningu:
Reynsla allra tíma sýnir, að af áfengisneyslu grær
— þegar best lætur og alls „hófs“ er gætt — ekki
neitt verðmæti, ekkert nema tómlæti sjálfsblekking-
anna — og þegar ver lætur — og það er algengara •—■