Lífið - 01.06.1937, Page 71
LÍFIÐ
229
þá grær þar allskonar ómenning, siðleysi, eymd og
afturför. Sá sem les þetta og finst, að hér fari að
kenna öfga bindindisofstækisins, hann ætti að fletta
upp í veraldarsögunni, eða það sem er betra: halda
opnum augum og eyrum fyrir því, sem daglega ger-
ist, því að þá mun hann sjá og sannfærtast um, að
þetta er satt.
Nú — ef við brosum að áfengisneytandanum, þá
er hitt engu miður satt, að hann hneykslast á okkur:
Við erum uppreistarmennirnir, er neitum að hlýða
því gamla venjubundna, því, sem altaf hefir við-
gengist; við erum oft í hans augum félagsskítir, sem
neitum að taka þátt í gleði hans yfir glasinu, í við-
kvæmni hans, þegar vínið fer að „göfga“ tilfinninga-
lífið, svo að tár koma í augun, — er þetta ekki hreint
og beint að bregðast þeirri heilögu skyldu, að gleðj-
ast með glöðum og hryggjast með hryggum? Og þeg-
ar hann svo kemur alveg að okkur, krækir bróður-
lega fingri í hnappagatið á treyjuboðungnum okkar
til þess nú að segja okkur álit sitt og skoðun og instu
meiningu hjarta síns — já, þá skiljum við þetta ekki
eða metum.
Hneykslun hans á okkur er ofur eðlileg: Það gamla,
úrelta, sem frá aldaöðli hefir viðgengist, ber ávalt í
sjálfu sér og eðli sínu hneykslun gagnvart uppreisn-
inni, sem felst í nýjum hugsunum, nýjum siðum,
nýjum menningarfyrirbrigðum. En í samkvæmislíf-
inu er bindindismaðurinn fulltrúi alls þessa.
III.
í raun og veru þarf engum blöðum um það að