Lífið - 01.06.1937, Síða 76
234
LÍFIÐ
var borðstofa með mjög „flottum“ húsgögnum. Enn-
fremur: „uppstoppaður“ legubekkur í hálfhring;
gólfteppi, töskur, riflar, úr, klukkur, úrfestar, arm-
bönd. Hálsfestar og hringir úr silfri og gulli; út-
varpstæki, kerti og kertastjakar o. fl.
í mjög smekklegri borðstofu (annari en þeirri, sem
þegar hefir verið lýst) voru skínandi fallegir diskar,
hnífar og skeiðar, úr nýsilfri o. s. frv.
Ýmsar fornmenjar voru sýndar. Flestar snertu
eitthvað kreddutrú eða hjárænu og endemi einhverra
trúarbragða.
Svefnherbergi (annað en það, sem skýrt hefir ver-
ið frá), með ágætum húsgögnum úr afar dýrum, en
■ ómáluðum viði, með uppruna litum og litbrigðum.
Þá voru skrifborð í miklu úrvali.
Myndir af íbúðarhúsum, stórbyggingum, járn-
brautum, flugvélum og mörgu öðru, sem tilheyrir
efnalegum framförum þjóðarinnar.
í einum hluta hallarinnar var blómagarður með
gosbrunni. Þar voru einnig pálmatré í fullum skrúða.
En í höllinni miðri var hellulagður garður. í miðju
garðsins var pollur. í honum var höggmynd af stúlku,
sem sat á steini. Umhverfis garðinn var röð af blóm-
um. Stórar vatnskönnur úr bronsi, til að vökva blóm-
gróður með, voru þar. Sýnishorn var af nýtísku eld-
húsi. Einnig herbergi með baði, heitu og köldu vatni
til andlitsþvottar, laug, með heitu vatni eða köldu
(eftir geðþótta) til fótabaðs.
Als voru á þessari sýningu 10 sýnishorn af her-
bergjum. Lýsing mín á nokkrum þeirra nægir fyrir
þau öll. Því þau, sem eg ekki nefni hér, voru lík hin-