Lífið - 01.06.1937, Side 77
X.ÍFIÐ
235
um. Munurinn aðallega útlit hlutanna, sem í þeim
voru.
Bæta má við eftirfarandi sýnishornum: bókabúð,
myndum af lestrarstofum og fólki við lestur, tréskóm
(,,klossum“), morgunskóm með skrautlegum ísaum-
uðum rósum, körfum, barnavögnum, barnaleikföng-
um, ,,alumíníum“-varningi, nýtísku eldavélum og
ofnum.
Sýning belgisku Congó byrjaði með líkneski úr
dökkleitu bronsi af negrastúlku með hitabeltishatti
á kollinum, er slútti langt aftur af höfðinu. Mikið af
líkneskjum úr tré af innfæddum mönnum þar í landi;
mörg skringileg hljóðfæri úr tré, sem líktust helst
annaðhvort fiðlu eða mandolíni. Annars voru hljóm-
færi þessi af mjög mismunandi gerð. Ekki gafst kost-
ur á að heyra tóna þeirra.
Bust var af skurðgoði með hornum og síðu skeggi.
Mörg önnur skurðgoð, hræðilega ljót.
Bambusviður og ýmsir og margvíslegir hlutir gerð-
ir úr honum. Aðrar mismunandi hitabeltistrjáteg-
undir og mjög einkennilegir hlutir búnir til úr þeim.
Sýnishorn af munum úr fílabeini, kopar, tini og
öðrum málmum. Postulínsvarningur.
Baðmull. Líkön af húsum úr bambusviði með strá-
þaki. Drykkjarhorn, gerð af mikilli list og ýmsir aðr-
ir hlutir, sem sýndu listrænar og fagurfræðilegar til-
finningar blökkumannanna, einnig sýnishorn af mál-
verkum og höggmyndum eftir þá. Sýndur var barna-
’Skóli fyrir blökkumenn, og var hann sæmilega útlít-
-andi.
Þá gleyma Belgir ekki að miðla blökkumönnum af