Lífið - 01.06.1937, Side 78
236
LÍFIÖ
„kristindómi“ sínum. Var þar kirkja með krossi off
öðru tilheyrandi.
Auðséð var að Belgir höfðu hagnast á sambúðinni
við Congó.
Sýning Belgíumanna var mikilfengleg og áberandi.
Hún virtist bera vott um að í Belgíu byggi auðug
þjóð. En víst er, að þar eru margir öreigar að pen-
ingum, eins og í Reykjavík.
Portúgal.
í anddyrinu var höggmynd af prófessor Salazar,
fjármála- og forsætisráðherra Portúgals. Með upp-
hleyptum stöfum stóð: Sérhver sá, er fram hjá geng-
ur, hlýtur að koma auga á (voir) og dá (admirer)
prófessor Salazar. Minnir þetta á dýrkun Hitlers og
Mússolíni.
Að öðru leyti var sýningin, svona til að byrja með,
í líkingum, en táknræni er eg ekki sérlega vel heima
í. Myndir voru þar, sem áttu að tákna æskuna, „þá,
sem taka við“. Undir myndunum stóðu eftirfarandi
orð margendurtekin: „Vér höfum eina skoðun og
vér erum sameinaðir í eina sterka heild“.
Þá voru myndir af vélum, verksmiðjum og ýmsu
tilheyrandi landbúnaði. Myndir af hermönnum á.
göngu. Tölur voru þar, sem virtust sýna hagstæðan
verslunarjöfnuð. Fjöldi mynda og líkana úr þjóðlíf-
inu. Myndir af skálum, borgum og bæjum, af íþrótta-
lífi og skemtunum o. s. frv.
Líkön voru þar af tveimur höfnum: í Lissabon,
höfuðborginni, og í borg, er nefnist Leixöes. Líkan.
af stórri fólksflutningsbifreið og annað af járnbraut-