Lífið - 01.06.1937, Page 79
lífið
237
arlest. Ekki að eins eimreiðin heldur allir vagnar
lestarinnar voru svartir. (Þannig voru málaðir allir
vagnar — og þeir voru annars flokks — lestar þeirr-
ar, er eg ferðaðist með frá París til Boulogne).
Vatnsleiðslukerfi höfuðborgarinnar hafði kostað
150.000.000 franka.
Þá voru stórar myndir af því, sem var nefnt: „hall-
ir tækninnar“ í Portúgal.
Líkan var af löndum Portúgals í Afríku. Líkan af
stórri járnbrautarlest á stöðugu ferðalagi í æfintýra-
legu landslagi í einni portúgölsku nýlendunni. Ann-
að líkan sýndi að járnbrautarbyggingar höfðu stór-
aukist þar á fáum árum. Jarðyrkja einnig. Sýnishorn
af cacao, bómull, maís og mörgum fleiri landbúnaðar-
framleiðsluvörum.
Mjög merkilegt líkan var, er sýndi með tölum og
ýmsu öðru baráttuna við svefnsýkina. Nýlendur
Portúgals í Afríku virðast vera föðurland hennar.
Ötvírætt var leitt í ljós, með líkani þessu, að þessi
vágestur heilsu og lífs (svefnsýkin) bíður meira og
meira lægra hlut í viðskiftunum við þróun læknis-
fræðinnar. Veikinda- og dauðameinum svefnsýkinn-
-ar fer ört fækkandi ár frá ári.
Margar myndir af innfæddum mönnum. Sýnishorn
af óunnum demöntum, og eins og vænta mátti var
lögregluslæpingur að vappa í kringum þau (sýnis-
hornin), hafandi vakandi auga á þessu glingri auð-
kýfinganna. Á efri hæð hallarinnar voru málverk úr
kióðlífinu og höggmynd af forseta lýðveldisins, Car-
■^ana. Studdist hann fram á sverð sitt. Myndin var
bronsblendingi, en ekki virtist útlit hennar bera