Lífið - 01.06.1937, Síða 87
LÍFIÐ
245
tilbúnum gimsteinum í afar miklu úrvali, hjólbörð-
um, vaxi af mörgum tegundum, og svo mætti lengi
telja. Geta má þess, að gerfiullin var snjóhvít, og því
haldið fram, að hún væri jafnvel endingarbetri til
dúkagerðar en sauðfjárull; að fatnaður úr henni
væri engu síður hlýr en þegar um bestu ull af kind-
um er að ræða.
Sýnishorn af þakhellum. Hlutar úr ógrynni véla.
Einnig fjöldi véla, af ýmsum stærðum, en engar, sem
gætu talist mjög stórar, voru til sýnis. Þessar mörgu
vélar störfuðu í þágu allskonar framleiðslu og efna-
rannsókna og efnagreininga. Þá var og feiknin öll af
efnablöndum í mismunandi ástöndum.
Loðskinn og ábreiður, sem, ásamt flóknum skýr-
ingum, var talið, að mölur gæti ekki grandað.
Fjöldi málma og málmblendinga. Meðal annars var
þar málmhúðun, sem fullyrt var, að ryð gæti ekki
verkað á.
Sýnishorn af tilbúnum áburði og tækniþróun land-
búnaðarins í Þýskalandi.
Nýtísku myndatökuvélar, ásamt nokkrum mynd-
um, sem höfðu verið, að því er talið var, teknar með
þessum vélum.
Sýnishorn af ágætum þýskra korntegunda.
Þá voru í sérstakri deild sýndar ýmsar efnablönd-
ur, notaðar gegn ormum og ryði. Einnig einföld og
margbreytt fituefni.
Þetta var eina sýningin, þar sem hver hlutur var
útskýrður á þremur tungumálum: þýsku, frönsku og
ensku. Var þetta óefað mjög hagræn ráðstöfun.
í sýningarhöll Stóra-Bretlands var skýrt frá mun-