Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 89
ÍLÍFIÐ
247
fólki, bæði konum og körlum, hefir komið að máli
’við mig, síðan grein mín birtist í þessu tímariti, og
tjáð mér, að það hefði ekki áður haft neina hugmynd
um lögreglusamþykt Reykjavíkur; það hefði hvorki
heyrt hana né séð. Mér virðist því mjög æskilegt og
í rauninni ekki nema sjálfsagt, að lögreglustjórinn
láti framvegis prenta helstu atriði lögreglusamþykt-
arinnar og sendi hverjum einasta húseiganda, með
þeim fyrirmælum að honum bæri skylda til að ,,inn-
ramma“ það og hengja á heppilegum stað í hverri
íbúð hússins. Þetta er gert sumstaðar erlendis og
gefst vel. Fólk kemst þá ekki hjá því að lesa hana og
læra. Annað, sem elur upp í mönnum að brjóta lög-
reglusamþykt og umferðareglur, er, hvað umferðin
er stjórnlaus. Alstaðar erlendis er henni stjórnað
með alskonar merkjum, sem fólkið þekkir upp á sín-
ar tíu fingur og veit, að það verður að hlýða. En hér
virðist mér enginn kunna umferðareglur nema bif-
reiðastjórarnir, en ekki er þar með sagt, að þeir fari
altaf eftir þeim. Og altof sjaldan sér maður, að lög-
regluþjónarnir bendi fólki á að ganga fremur eftir
gangstétt en götunni, heldur þvælist fólkið hvað fyr-
ir öðru í kös úti á miðri akbrautinni.
Eitt er enn, sem veldur glundroða á umferð og
torveldar hana, og það er, hve bifreiðar standa oft
á gangstéttum og sitt hvoru megin við götubrúnina.
Það er t. d. illmögulegt fyrir tvær bifreiðir að kom-
ast slysalaust hver fram hjá annari í Hafnarstræti,
vegna þess hve þétt af stórum og fyrirferðarmiklum
bifreiðum er sitt hvoru megin á akbrautinni. Og