Lífið - 01.06.1937, Síða 90
248
LÍFIÐ'
verst er þetta, þar sem þrengslin eru mest, eins og
t. d. efst í Hafnarstræti, kringum íslandsstöðina og'
Aðalstöðina, við Pósthúsið og víðar. En að ráða bót
á þessu vandræða ástandi, sem hefir valdið slysum
og á áreiðanlega eftir að gera það, er mjög örðugt
meðan bifreiðastæðin eru ekki fleiri en þetta í bæn-
um og bifreiðastöðvarnar eru að kalla má allar í
einni hrúgu við umferðarmestu götur bæjarins.
Oft hefir verið um það skrifað og talað, hvað bif-
reiðastjórar ækju hart og fylgdu ekki settum regl-
um um ökuhraða. Það er hverju orði sannara og má
jafnvel segja, að ekki sé til sá maður hér á landi,
sem fylgi altaf og æfinlega hraðaákvæði bifreiða-
laganna, en það sprettur ekki að neinni löngun til
þess að brjóta þetta ákvæði, heldur af því að hraða-
ákvæðið er ekki í samræmi við þá vegi og þær bif-
reiðir, er við höfum nú. Fyrstu lög um hraða bif-
reiða voru gefin út 1914. í 6. gr. þeirra laga segir
svo, að í kauptúnum, kaupstöðum og ámóta þéttbýli
megi hraðinn aldrei fara fram úr 15 km. á klukku-
stund og úti á þjóðvegum ekki nema 85 km. á klukku-
stund, og þó því að eins, að sjá megi 3 kílómetra
beint fram, og með ljósum má hraðinn ekki vera
meiri en 15 km. á klst. 1917 er svo þessum lögum
breytt þannig, að í kaupstöðum og kauptúnum er
hraðinn færður niður í 12 km. á klukkustund. Önn-
ur ákvæði standa óbreytt. 1926 er þessum lögum
enn breytt þannig, að þá er hraðinn ákveðinn í bæj-
um, kauptúnum og þorpum 18 km. á klst., úti á þjóð-
vegum 40 km. á klst., en með ljósum 15 km. á klst..
1931 er lögunum loks enn breytt, og er þá hraðinn.