Lífið - 01.06.1937, Page 91
LÍFIÐ
249
í bæjum, kauptúnum og þorpum ákveðinn 25 km. á.
klst., nema þar sem öðru vísi er ákveðið með bæjar-
reglugerð. Úti á þjóðvegum má hraðinn vera 45 km.
á klst., en 30 km. á klst. með ljósum. Þetta eru þau
hraðaákvæði, sem nú gilda. Á fyrstu árunum eftir
að umrædd lög voru gefin út, var ekki gert mikið
að því að brjóta þau, nema þegar ekið var með ljós-
um. Þá varð að grípa til gamla máltækisins, nauð-
syn brýtur lög. Það var ómögulegt að aka svo hægt,
sem lögin ákváðu, vegna þess að þá voru ljósins svo
dauf, að lítt mögulegt var að sjá veginn. Þá voru
flestar bifreiðir geymislausar, en höfðu „magnetur“,
því hægari sem gangur vélarinnar var, því minna
ljós, og þær fáu bifreiðir, er geyma höfðu, hefðu
verið búnar að tæma þá á 100 km. vegalengd, ef þær
hefðu ekið með lögákveðnum hraða. Að öðru leyti
voru þessi lög í samræmi við þá vegi og þær bifreið-
ir, er við höfðum þá. En nú er öðru máli að gegna,
bæði hvað vegi og bifreiðir snertir. Vegirnir eru
nú víðast hvar svo góðir, eftir okkar mælikvarða, til
aksturs að sumarlagi, að engin von er til þess, að
fólk geri sig ánægt með 45 km. hraða, og þá sérstak-
lega ekki þeir, sem ferðast í þeim bifreiðum, þar sem
ekki finst eða sést, nema gáð sé á hraðamælirinn,
hvort bifreiðin er á 45 eða 60 km. ferð.
Eins og menn vita eru bifreiðir nú orðnar svo
lágar, að það má segja, að þær skríði niður við jörð,
og af þeim ástæðum finst svo lítið til hraðans og
einnig finst lítið til annara hreyfinga slíkra bifreiða.
Aftur á móti finst miklu meira til hraðans á hjóla-
háum bifreiðum og hreyfingar allra hjólahárra bif-