Lífið - 01.06.1937, Side 94
252
LÍFIÐ
gerjunartunnunni þannig fyrirkomið, að kýrnar
hlutu að spara bruggaranum alt ómak við að sækja.
vatnið. Og alvanalegt var að grafa tunnurnar ofan
í mykjuhaugana; sumstaðar var svo breiddur pokí
yfir tunnuna og stráð þar á ofan hrossataði, sem
sennilega hefir verið gert til þess, að ekki rynni eins
ört ofan í hana sá vökvi, sem síaðist úr haugnum í
kring. Á einu heimilinu var svo ástatt, þegar lög-
reglan kom þar, að bóndinn, hraustur maður á besta
aldri, lá ósjálfbjarga af drykkjuskap, og eins var
ástatt um syni hans tvo, 14 og 16 ára pilta, en þriðji
bróðirinn, 18 ára, var mikið drukkinn, en þó rólfær.
Hann fór í gúmmístígvél, sem náðu honum upp á.
mjaðmir, og óð svo út í fjóshauginn, eins djúpt og
stígvélin náðu, til þess að sækja vínkvartilið off
bruggunartækin, sem þar hafði verið komið fyrir,
en vegna þess, hve drukkinn hann var, gekk honum
illa að komast með byrði sína til sama lands, því að
hann hrasaði í hverju spori. Það var hvorutveggja
í senn ógeðsleg og átakanleg sjón að sjá, hvernig
þessi myndarlegi unglingur var orðinn til reika, og
heyra hann svo grátbiðja um að lofa sér að súpa á-
kvai’tilinu, áður en brugginu yrði helt niður, enda
þótt hann vissi hvaða efni höfðu bæst við það úr
haugnum. Ótal dæmum svipuðum þessum — og þó
ennþá verri — gæti eg skýrt frá, en það yrði of langt
mál hér. Eg get sannanlega fullyrt, að iðja bruggar-
anna hefir orðið til bölvunar fyrst og fremst fyrir
þá sjálfa og þeirra fólk og svo alla, sem þeir hafa
náð til. „Fabrikkurnar“ þeirra, eins og þær eru
stundum kallaðar, hafa dreift eitri og eyðileggingu