Lífið - 01.06.1937, Qupperneq 95
X/ÍFIÐ
253
út frá sér í allar áttir. En hverjir eiga svo sök á
þessum og öðrum brotum á áfengislöggjöfinni? Það
eru nú fyrst og fremst þeir, sem brotið hafa, brugg-
ararnir og sölumenn þeirra, smyglararnir og hjálp-
armenn þeirra. En það eru fleiri, sem sök eiga á
þessu. Það eru mennirnir, sem áttu að sjá um fram-
kvæmd þeirra, sýslumennirnir og hreppstjórarnir,
sem brugðist hafa skyldum sínum. f upphafi voru
flestir sýslumenn á móti áfengisbanni, enda urðu
framkvæmdir þeirra í þessum málum eftir því. En
það hefði mátt ætla, að sýslumenn yfirleitt væru á
móti því, að bruggun áfengis færi fram hjá einstök-
um mönnum í sýslum þeirra, en það er margt, sem
bendir til þess, að svo hafi ekki verið, og jafnvel er
það þannig enn hjá hinum eldri sýslumönnum. Fjöldi
manna hefir kvartað um það við mig, að það sé ó-
mögulegt að fá sýslumanninn til þess að sinna kær-
um og kvörtunum um áfengisbrugg, eða taka á þeim
málum yfirleitt; og af eigin reynslu veit eg, að þessi
orðrómur er sannur, því er nú ver. Þó ber ekki að
■skilja þetta svo, að nokkur sýslumaður hafi neitað
mér um aðstoð við þau mál, en fast hefir þurft að
ýta á eftir þeim sumum, til þess að fá þá með til at-
lögu. Ekki hafa hreppstjórarnir verið betri. Aldrei
þykjast þeir vita neitt til þess, að bruggun fari fram
í hreppi þeirra, þó fleiri en einn eða tveir séu að
t’i’ugga undir handarjaðri þeirra sumra hverra. Eg
ætla að fullyrða það hér, að ef þessir menn hefðu
&ert skyldu sína í bruggmálunum, þá væri nú ekki
til einn einasti bruggari hér á landi, svo auðveldlega
hefði mátt taka fyrir kverkar bruggsins, ef það hefði