Lífið - 01.06.1937, Page 101
LIFIÐ
259
Um vikivaka.
Eftir Jón Jónsson læknir.
Eg hefi heyrt ýmsa vera að harma það, að viki-
vakarnir hafi lagst niður eða réttara sagt týnst, og
nú upp á síðkastið er farið að tala um að endurreisa
þá, og síðast hefir síra Bjarni Þorsteinsson á Siglu-
lögin og skipaskoðunarlögin. En að ræða um brot á
tollalögunum hefi eg orðið að sleppa. En til þess að
ráða bót á þessu þarf margháttaðar aðgerðir, full-
komið eftirlit með lögunum, fræðslu í blöðum og
tímaritum og hvatningar til almennings bæði um
lögin sjálf og hvernig það verður í langflestum til-
fellum til tjóns og eyðileggingar fyrir fleiri eða færri
að brjóta þau. Og ekki síst hygg eg, að það hefði á-
hrif til bóta, að kenna börnunum í barnaskólunum
umferðareglur og brýna fyrir þeim löghlýðni, sam-
hliða því að sýna þeim fram á, að lögreglumenn séu
verndarar fólksins og þeirra sjálfra, en ekki böðlar
eða grílur eins og börnum er víða kent í heimahúsum.
Meiri áherslu þarf að leggja á, að kenna börnum í
skólunum um skaðsemi áfengis en nú er gert. Ef all-
ir aðilar, sem þessi mál snerta, vildu leggjast á eitt,
þá er það trú mín, að hér á okkar fagra landi geti
alist upp prúð og löghlýðin æska, sem lærir að berj-
ast við erfiðleika og óþægindi lífsins með kjarki og
stillingu, en reynir ekki að „svindla" sig í gegnum
lífið með ýmiskonar lögbrotum.
17*