Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 103
LÍFIÐ
261
Það er Gunnlaugur munkur Leifsson á Þingeyr-
um, sem setti saman sögu Jóns helga Ögmundsson-
ar Hólabiskups, skömmu eftir 1200, eða 100 árum
eftir að Jón helgi deyr, sem nefnir dans fyrstur
manna (Bps. I.): „Leikur sá var kærr mönnum áð-
ur en hinn heilagi Jón varð biskup (1106—1125), að
kveða skyldi karlmaður til konu í dans blautlig kvæði
og regileg og kona til karlmanns mannssöngs vísur.
Þenna leik lét hann aftaka og bannaði styrklega.
Mansöngskvæði vildi hann eigi heyra, né kveða láta,
en þó fékk hann því ei afkomið með öllu“. Þetta er
um 1100. Guðm. Arason biskup var á ferð norður í
Þingeyjarsýslu. Hann fór úr Keldunesi „undir Fjöll.
Ok um kveldit, er biskup var genginn til svefns, og
þeir til baðs, er það líkaði, þá var sleginn dans í
stofu“. Þetta er 1229. Eg rek áfram Biskupasögurn-
ar. Þorlákur Þórhallsson var biskup 1178—93. Um
hann er sagt: „Hann henti skemtan at sögum ok
kvæðum ok at öllum strengleikum ok ljóðfærum, ok
at hygginna manna ræðum ok draumum, ok at öllu
því, er góðra manna skemtan var, utan leikum, því
honum þótti slíkt dvelja ónýtar sýslur vándra
manna“. Bps. I.
Árni biskup Þorláksson (1269—1298) meiddi sig
einu sinni í hnénu í skinnleik, þegar hann var ung-
ur. „Þaðan af var hann aldrei at þess kyns leik né
dansi, hvorki áður né síðan, ok kendi sig í þessu
mundu hirtan af óskynsamlegri skemtan“. Bps. I.
Um Lárentíus Kálfsson biskup á Hólum (1323—
1330) er sagt: „Aldrei kom herra Lárentíus inn á
staðinn, nema þá stundum, sem honum var sagt at