Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 105
XÍFIÐ
263
hestinn undir sér, ok kvað dans þenna við raust:
„Mínar eru sorgir þungar sem blý“. Hann var hinn
næsta dag hálshöggvinn í Þrándarkoti 27. des 1264
•eftir skipun Gissurar jarls.
Ólafur Davíðsson hyggur, að þetta sé viðlag, og
hann hefir fengið stefið þannig:
Mínar eru sorgirnar þungar sem blý.
Brunnar eru borgirnar, böl er að því.
Ólafur segir ennfremur: „Á síðari hluta 12. aldar
og fyrri hluta 13. aldar lítur svo út sem allir hafi
kannast við, að dansarnir voru saklaus skemtun.
-Jafnvel klerkar taka þátt í dönsum. Það kveður svo
ramt að, að Guðmundur biskup Arason amaðist ekki
við dönsum, því menn hans dönsuðu, og ekki er þess
getið, að hann hafi vandað um við þá“. Aftur höfðu
þeir St'aða-Árni og Lárentinus horn í síðu dansanna.
Á 14. og 15. öld er hvergi getið um dans né viki-
vaka, og á 16. öld fara fáar sögur af slíkum skemt-
unum, en þó hafa þær eflaust lifað góðu lífi. Þess er
getið, að í veislu þeirri sem Björn bóndi Guðnason í
Ögri hélt Stefáni biskup Jónssyni, hafi menn skemt
sér með glímum, dansi og annari gleði; var fólkinu
•skamtað vín milli máltíða, því þá var hér eingelsk
sigling og var mest vín drukkið, en höfðingjar, sem
voru með hvorumtveggjum sátu við drykkju og
skemtan alla daga.
tJr dansi mun þetta erindi vera, sem Ari lögmaður
ivað til Marteins biskups, er var í haldi hjá honum:
Svo er mér gott og gleði samt, því veldur þú.
Mig langar út í löndin með þig, jómfrú.
Biskup tók við staupinu og kvað á móti: