Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 106
264
LÍFIÐ>
Svo er mér ilt og angursamt, því veldur þú.
Mig langar ekki í löndin með þér, jómfrú.
Þau ísleifur Sigurðsson og Þórunn Jónsdóttir bps_
Arasonar bjuggu á Grund í Eyjafirði og áttu ekkí
börn saman. Þórunn var heimskona mikil, segir sag-
an. Hún lét kveða um ísleif í vikivaka (hér mun þetta.
orð koma fyrst fyrir, þ. e. fyrir miðja 16. öld):
í Eyjafirði, upp á Grund,
í þeim garði fríða,
þar hefir bóndi búið um stund,
sem börn kann ekki að smíða.,
Elsta lýsing sem lifir á vikivökum í nýrri tíð, er
í Crymogæu Arngríms próf. lærða á Melstað (dó'
1648), og er hún á þessa leið:
„Dansar vóru hér eptir saung, bæði kyrðardans-
ar (staticuli, menuet) og hringdansar (orbis salta-
torius). Kyrðardansa kalla eg þá, sem fóru fram
eptir settu saungsamræmi, þar sem kvæði og saung-
vísur vóru viðhafðar til að dansa eptir. Þar var einn
forsaungvari og tveir eða fleiri tóku undir með hon-
um, en hinir dönsuðu á meðan eftir laginu eða falls-
hættinum í því. En hringdans eða vikivaki var það,.
þegar kallar og konur geingu fram á víxl (hvort móti
öðru eða á bí við annað), greindust svo aptur eða
deildust með nokkrum hætti. Hvortveggja dansteg-
undin virðist bera keim af gríska dansinum hjá
Lakverjum, nema að því, að hér stóðu einstakir
menn í röð og súngu saungvísur með afmældum
þagnarbilum (per certas pausas), hálfa vísuna, en
allur danslýðurinn (chorus) tók þær upp aftur og'
saung í einu hljóði; var svo endurtekið við enda