Lífið - 01.06.1937, Page 107
LIFIÐ
265
hverrar vísu, upphaf eða niðurlag fyrsta erindis með:
nokkurskonar tvöföldun, en stundum án hennar. Vilji
einhver telja fleiri danstegundir, má hæglega heim-
færa þær hér undir, en eg tala hér að eins um sið-
samlega dansa“. — Arngrímur prestur ritaði þessa
lýsingu á latínu, en Jón Árnason bókavörður hefir
þýtt. —
í fslandslýsingu á dönsku, eftir Pétur Resen, frá.
1684, er þessi lýsing á vikivökum: „Þar tíðkast einn-
ig dansar; sýngur þar einn fyrir, og aðrir undir, en
hinir dansa eftir fallanda saungsins“.
Páll lögmaður Vídalín segir: „Hvað má líkara vera
þýskra höfðingja jólahaldi, kvæðum og dansleikum
en vökunætur þær, sem hér á landi vöruðu fram á
vort minni með dansleikum og kvæðalátum o. s. frv.,
sem fyrir utan allan efa voru leifar heiðinna manna
hátíðasiða, og voru gleði kallaðar, eins og hjá þeim
hétu blótveislurnar mannfagnaður, sem Snorri vott-
ar. Skýr yfir fornyrði Lögb.“. —
Jón Ólafsson frá Grunnavík segir: „Vant er að
hafa dansa þessa — þ. e. kalladans og kvennadans —
um hönd í dansleikum þeim, sem kallaðir eru viki-
vakar, eða öllu fremur í leikum þeim, er menn kalla
gleði (og fara fram saunglaust). Vikivaki er ávalt
hringdans, þar sem kallar og konur skiptast á; kveða
þau og hafa við ákveðnar fótahreyfingar, eptir því
sem forsaungvarinn vísar til, og dansa í hring“. —
Aðrar lýsingar Jóns yrði oflangt að tilgreina hér,
og veita litla fræðslu um vikivakana. — 1747 kom út
í Hamborg lýsing á Islandi og Grænlandi, eftir Jó-
hann Anderson, er þar sagt um vikivaka: „Islend-