Lífið - 01.06.1937, Qupperneq 113
LÍFIÐ
271
að minni meiningu svívirðing, bæði fyrir guði og öll-
um guðhræddum mönnum, þeirra nytsemi er engin,
heldur eru þeir sæði andskotans í vantrúuðum mönn-
um, sem eru fullir af gjálífi og vondum girndum og
tilhneigingum í hverjum djöfulsins ríki hefir fengið
yfirhönd; svoddan leikir koma fram af holds vellyst
og elsku til heimsins". Hann segir, að kongleg ma-
jested banni útþrykkilega svoddan leiki og vísar í
Norsku lög. — Þá hefir víst ekki verið betra ástand-
ið í Ölvesinu, eins og máltækið „Nú er glatt á Hjalla“
bendir á.
1744 kom forordning um helgihald sabbatsins, 1746
húsvitjanaforordningin og húsagaforordningin, og
allar banna þær leiki og skemtanir og þá ekki viki-
vaka, þó þeir séu ekki nefndir því nafni. í útgáfunni
af „Ponta“ 1781 eru þessar greinar: Hvað er hór-
dómslegt viðmót? Svar: Allrahanda útvortis merki,
sem auglýsa það óskammfeilna hjarta, hvort sem
heldur er augna- eða andlitsbragð, líkamans ósæmi-
leg opinberan, klæðadragt ósæmileg, lauslætiskoss-
ar, dansar, vikivakar og þess háttar. — Hvað er það
fleira (en brennivín), sem freista kann til lauslætis?
Svar: Iðjuleysi, vondur selskapur, æfintýri, amors-
vísur, bækur og bílæti, lauslætisleikir, dansar og viki-
vakar, og það alt, af hverju kviknar fýsn holdsins,
fýsn augnanna og drambsamt líferni.
1779 komu út í Hrappsey Norsku lög í þýðingu
Magnúsar Ketilssonar, og eru þar þessar greinar,
sem biskup Jón Árnason mun hafa átt við: „Þegar
einhver andlegrar stéttar maður verður boðinn til
nokkurs ærlegs gestaboðs, skal hann engan veginn