Lífið - 01.06.1937, Qupperneq 114
272
LÍFIÐ
láta koma sér til drykkjuskapar, ei heldur til nokk-
urs annars óhófs, nætursetu, hégómaháttar í tali,
dansi eður nokkru svoddan. Allir óskikkanlegir og
hneykslanlegir leikir um jól eður á öðrum tímum og
föstuinngangshlaup fyrirbjóðast strengilega og eiga
alvarlega að straffast“.
Þeir einu, sem héldu upp á vikivakana á 18. öld-
inni, voru Bjarni sýslumaður á Þingeyrum og Egg-
ert Ólafsson. í brúðkaupssiðabók Eggerts er sérstak-
ur kafli um gleði og aðrar skemtanir. Þar segir hann:
„Bæði hringbrot og glímur, fallega niðurskipaðar,
eru ágætir leikar til að æfa mjúkleik og hreysti lík-
amans. í þeim gleðum, er nú brúkast á landi voru, er
lítil skynsemi og enn minni nytsemi til nokkurs lær-
dóms. Það gamla danslag, er hér og víðar á Norður-
löndum hefir tíðkast með kveðandi í fyrndinni, af
hverju eftirstöðvar eru sá vikivaki, er enn hér á
landi í gleðum er brúkanlegur, fellur nú síður enn
ekki (í geð) þessarar aldar grannsæi. Þó megu vel
íslendskir brúka með hæfilegum danskvæðum viki-
vaka, enn ei svo þorparalega, sem sumstaðar er vani,
að karl og kona kveðist á ýmsar vísur, eftir því sem
hvor kann og á hittast, annaðhvort um amorsbrögð,
bryxl eður klám, eður nokkra endileysu út í loftið,
þá er hvorki kemur við efninu, né heldur er bundin
við nokkra stöðuga meiningu“.
Þannig höfðu þá kirkjan, umboðsvaldið og lög-
.gjöfin hjálpast að því að útrýma vikivökunum, þó
seint tækist, og má vel vera rétt, sem Ólafur Davíðs-
,son (sem safnað hefir öllum þeim fróðleik, sem eg
hefi nú verið að miðla, í bók sína: Islenskir vikivak-