Lífið - 01.06.1937, Page 115
jLÍFIÐ
273
ar og vikivakakvæði) getur til, að Skaftáreldarnir
og Móðuharðindin hafi ráðið niðurlögum -vikivak-
anna, og víst er um það, að þeir hverfa úr sögunni
með Skaftárundrunum, enda mun þjóðin sjaldan
hafa verið svo úttauguð og aðþrengd að öllu eins og
þá, svo útpínd, að hún hafði ekki neina uppburði í
sér til að skemta sér. Raunasaga vikivakanna er því
að nokkru leyti raunasaga þjóðarinnar.
En hvernig voru þá þessir óguðlegu vikivakar
haldnir?
Þeir Páll Vídalín, Eggert Ólafsson og Ólafur Dav-
áðsson eru helst á því að vikivakar hafi verið hér í
heiðnum sið. Ólafur færir til tvö dæmi úr fornsög-
unum, er hann álítur ekki ósvipuð sumum greinum
í vikivökum.
1. Glúma: Nú koma menn til jólaveislu til þeirra
hræðra. En þá er tólfmenningur var skipaður til að
sitja, ok settir hlutir til, hvers næst skyldi sitja Ást-
ríði dóttir Vigfúss hersis, ok hlaut Eyjólfur ávalt að
sitja hjá henni; en engi maður sá þau fleira við tal-
ast en aðra menn.
2. Egla: En áður borð skyldu upp fara, þá sagði
jarl, at þar skyldi sæti hluta, skyldi drekka saman
karlmaður ok kona, svá sem til ynniz, en þeir sér, er
fleiri veri. Menn báru þá hluti sína í skaut ok tók
jarlinn upp. Egill hlaut at sitja hjá jarlsdóttur. —
Þetta gjörðist hér um bil 924.
Eg vil þá tilfæra önnur tvö dæmi um ástamál ís-
lendinga í Noregi. í Njálu er þess getið, að Gunnar
á Hlíðarenda hitti Harald Gormsson á Heiðabæ og
dvaldi þar í hálfan mánuð. Konungur lét hann reyna
18