Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 117
LÍFIÐ
275
tilefni til að nefna dansa og blautleg kvæði, ef þetta
hefði þá tíðkast. Bolli hefði þá sennilega sagt við
Kjartan: Svo mikið og dátt hefir þú duflað og dans-
að við hana Ingibjörgu konungssystur, að þú hefir
víst gleymt öllu heima á íslandi. — „Ok enginn sá
þau fleira viðtalaz en aðra menn“, stendur í Glúmu.
Eg er algerlega á gagnstæðri skoðun. Mér finst
allur aldarandinn og hugsunarháttur í heiðni vera
gagnólíkur þeim andlega jarðvegi, sem blautleg
kvæði og dansar verði að spretta úr. C. Rosenberg,
sem ritað hefir Nordboernes Aandsliv fra Oldtiden
til vore Dage( þ. e. andlega menningu Norðurlanda-
búa frá því sögur hefjast og fram á vora daga), hall-
ast eindregið að þeirri skoðun, að dansarnir (það
orð þýddi upphaflega kvæði), sem og dansleikirnir,
séu komnir sunnan að, frá Suður-Frakklandi, og hafi
upphaflega borist þaðan bæði til Germana og Kelta
og frá þeim áfram norður eftir. Bendir hann á, að
samgöngur hljóti að hafa verið tíðar, jafnvel á 11.
öld, milli þeirra landshluta, er Norðurlandabúar
höfðu náð fótfestu í, sérstaklega milli Danalaga og
Danmerkur, og þaðan muni svo vísurnar hafa borist
til íslands, því einmitt elstu íslensku fornkvæðin megi
rekja þangað. Er því sennilegt, að innflutningar þeirra
hingað hafi orðið skömmu eftir að kristni kom hér í
land, t. d. er kvæðið um kong Pipin og Ólöfu dótt-
ur hans franskt. Hámundur prestur reið í Viðvík
til dans, og var þar að leik, „ok dáðu menn mjög
dans hans“, segir í Sturlungu, og á öðrum stað er
sagt: „vóru við dansa gjörðir". Lárentíus fyrirbauð
dansleik. Hér þýðir dans ekki að eins vísnasöng,
18*