Lífið - 01.06.1937, Síða 118
276
LÍFIÐ
heldur eins og nú leikinn. En hvernig sá dans hefir
verið veit enginn, því honum er hvergi lýst. Senni-
lega hefir hann að einhverju leyti verið líkur þeim,
sem tíðkaðist á 16., 17. og 18. öld, en á 14. og 15. öld
er hvergi getið um dans eða vikivaka eða aðrar slík-
ar skemtanir, og jafnvel á 16. öld er þeirra sjaldan
getið. Sennilegt er þó, að þær hafi aldrei lagst nið-
ur með öllu, og það því fremur, sem vökurnar hljóta
að hafa haldist við alt kaþólska tímabilið út, enda
er það í sambandi við börn Jóns biskups Arasonar
að vikivakanafnið kemur fyrst fyrir. Aftur á móti
lítur út fyrir, að einhver breyting hafi orðið á því á
þessum öldum, t. d. lagðist niður að dansa eftir forn-
kvæðunum, en aftur var dansað mikið eftir rímun-
um. — Vökurnar eða gleðirnar, sem nú eru oft kall-
aðir vikivakar, hafa sennilega breyst mikið frá því
fyrst á 11. og 12. öld og fram undir 1800. Það eru til
lýsingar á ýmsum leikum, sem leiknir voru á þessum
samkomum og ennfremur f jöldi af kvæðum og kvæða-
og stefjabrotum, sem notuð hafa verið, og er þetta
alt í safni Ólafs Davíðssonar. — Endar Ólafur rit-
gerð sína með því að lýsa, hvernig ein slík vikivaka-
nótt gat liðið eftir þeim lýsingum, sem til eru, og á
sú lýsing við, eins og þessar skemtanir voru haldn-
ar á 17. og 18. öld, þar til þær lögðust niður að fullu.
Fyrst gera nokkrir menn samtök um að halda uppi
gleðisamkomum — vikivökum — og stefna saman
gleðifólki, útvega sér hentugan stað á heimili, þar
sem húsakynni voru í betra lagi og rúmgóð eftir því,
sem um var að gera og sáu um allan nauðsynlegan
undirbúning. Hve margir gátu tekið þátt í gleðinni