Lífið - 01.06.1937, Page 119
LÍFIÐ
277
hefir vitanlega farið eftir húsrúminu. En er gleði-
fólkið var komið saman á gleðistaðinn hófst gleðin
með því að stöðumennirnir létu kvenfólkið „halda
saman“ í vikivaka, sungu konurnar þá „heilög kvæði“
og hefir ýmislegt af þessum andlegu vikivakaljóð-
um varðveist, t. d. „Margt trúi eg hrelli mína önd“
með viðkvæðinu: „Hæsti Jesú, fyrir helgan þín hjálp-
aðu lífi mínu. Þá er mér Ijúft að líða í nafni þínu“.
Þessi kvenmannavikivaki hefir eflaust mest verið
fólginn í söng og hægum dansi, og var nú alvöru- og
helgiblær yfir samkomunni. Eftir vikivakann stofn-
uðu forstöðumennirnir til hringbrota, en í þeim tóku,
að eg hygg, karlmenn einir þátt, líkt og í Færeyjum.
Þegar þeim er lokið „slæst alt“, þ. e. karlar og kon-
ur, í stuttan vikivaka og kveða þá flestir eitt erindi.
Nú er haldinn karlmannavikivaki, og eru þá kveð-
in skopleg kvæði, t. d. „Þá kom mér í stærstan stans“
o. s. frv., og önnur slík kvæði. Nú fór fólkið að kynn-
ast og heldur að lifna yfir samkomunni. Á meðan
þessu fór fram er 1. leikurinn — hestleikur — undir-
búinn og síðan leikinn. Þá efna forstöðumennirnir,
sem vanalega voru kallaðir gleðimenn, til kvenna-
dans, er var hringdans kvenna, og var þeim þá skríti-
lega tildrukkið með þessum og þvílíkum bögum:
1) Þegar eg er nú þannig fær,
eg þreifa að hnjánum lengra,
bannar mér þá brúðurin skær
beint við sig að glingra.
2) Ó, minn kæri, mig kitlar á læri,
kom þú ei þar við mig.
Til herbergja þær halda sig.