Lífið - 01.06.1937, Page 120
278
LÍFIÐ
3) Hvort er maðurinn orðinn ær.
Óðinn taki hans gaman.
Hlaupið þið allar saman.
4) Snældu tekur stinnan stúf,
stingur hún mig í framan.
Hlæið þið allar saman.
Þessu fylgdi gjarnan ýmislegt gaman og glens.
Þá slá konurnar upp í vikivaka, en á meðan er þing-
álpsleikurinn undirbúinn og síðan leikinn. Áður en
lengra er farið vil eg lýsa að nokkru þessum tveimur
leikum.
Hestleiknum var háttað þannig, að vel sterkur
karlmaður var látinn fara í trégrind, er var svo
þröng, að hún sat föst á mjöðmunum. Á framanverða
grindina var gerð einhver líking af framhluta af
hesti og þar á festur hrosshaus, ef til var, en á aftan-
verða grindina var fest tagl. Framan á bringuna var
hengt lyklakerfi eða eitthvað, sem gat hringlað. Mað-
urinn var sjálfur færður í mussu eða kjól og látinn
vera með barðastóran, niðurbrettan hatt á höfðinu,
sem hnýttur var niður með hvítu handklæði eða ein-
hverju slíku, og náðu skúfarnir aftur á lendar. Á
báðum hliðum var fest mislitum klútum og svo á-
klæðum og látúnslistum til prýðis. Átti þetta að líta
út sem maðurinn væri ríðandi. Með þessum hest-
manni fylgdust tvær skjaldmeyjar með skaut og
skrautlega búnar. Þær klöppuðu á dyr í gleðistofunni
og hlaupa inn með skringilátum og kjammaslætti,
taka síðan hestinn og leika með hann fram og aftur,
þangað til hann heltist. Þá botnvelta þær honum,
skirpa í hófinn og lemja hann með keflum, uns hann