Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 125
LÍFIÐ
283
honum var fest „blómlegt randaklæði", „svunta rauð
að lit“ eða þess konar, og alla vega saumuð tröf löfðu
niður til beggja hliða. Ofan á bakklæðið var festup
lítill dúkur, hornóttur, og var festur í hann trékross
og Ijóskyndlar eða kerti í hverjum enda krossins.
En væru hjartarhorn fyrir hendi, þá voru þau bund-
in við höfuð honum og kyndlarnir festir við grein-
arriar. Þótti sá útbúnaður betri en krossinn. Tvo
stafi hafði hann sinn í hvorri hendi. Listar voru
saumaðir aftur og fram um bakið, og var öllum út-
búningnum hagað sem best mátti verða. Langur tref-
í 11 var festur í bakklæðið framanvert og hjörturinn
teymdur á honum inn í gleðisalinn, en áður var kveikt
á kertunum. Hjörturinn var sjálfur látinn ráða ferð-
um sínum innan um stofuna. Kvenfólkið stóð í röð-
um fram með veggjunum, og bil á milli; ranglaði
þá hjörturinn hægt og hægt milli raðanna í salnum
■og hélt sig helst þar sem kvenfólkið var, og leitaðist
við að gera ýmsar glettur, varð af því stundum ó-
kyrð í salnum. Meðal annars leitaðist hann við að
komast á milli kvenfólksins og veggjanna í stofunni,
og þegar honum tókst það lenti alt í þyrpingu fram
•á miðju gólfi. Á meðan hjörturinn var á sveimi var
sleginn dans og sungin kvæði, voru þau lof um hjört-
inn, eða þá ástakvæði. Að þessum leik enduðum hóf
Lvenfólkið vikivaka og kvað hin fegurstu kvæði, sem
það kunni, og hlýddu allir gleðimennirnir á meðan
þessu fór fram.
Þá var leikinn Þórhildarleikur.
Þórhildarleikur er nokkurs konar giftingarleikur,
•og var einn af karlmönnunum valinn til að vera prest-