Lífið - 01.06.1937, Side 134
292
LÍFIÐ
Mér er sagt að kennarar, sem hafi verið í Noregi,
séu farnir að kenna vikivakadansa, en það er vitan-
lega hreinn misskilningur, því Norðmenn ltunna
enga vikivaka, en þessir þjóðdansar þeirra eru nýir,
nokkurskonar ballet-dansar, sem frú Hulda Garborg
er að reyna að koma á í Noregi, og Klara Lemb dans-
mey hefir búið út til að dansa við gamlar og nýjar
norskar þjóðvísur, og ungmennafélögin eru að út-
breiða í sambandi við eða sem hjálparmeðal til að
auka útbreiðslu nýnorskunnar.
Þeir, sem vildu nánar kynna sér þetta, ættu að fá
sér Norske Folkedanser I og II B., sem Norsk Mál-
kontor, Rosenborggt 22, Oslo hefir til sölu. IIIB er
líka komið út, en það eru nótur fyrir fíólín og píanó.
I kvæðabókinni eru 55 kvæði, þar af eitthvað 20
frá síðasta mannsaldri, hin eldri; af þeim eru nokk-
ur tekin frá Færeyjum og eitt héðan: Ólafur reið
með björgum fram, þýtt á þeirra norsku. I dansbók-
inni eru eitthvað um 100 tilbreytingar af þessum
þjóðvísudönsum.
Eg lít svo á, að það sé til lítils sóma fyrir vora
þjóð, að fara að koma hér á gang þessum norsku
dönsum, þó nýir séu. Hitt er sínu nær, að fara að
eins og þegar leikinn var sjónleikurinn: „Dansinn í
Hruna“, að búa út nýja dansa við eldri, og ný kvæði
eftir eigin smekk hliðstætt við þessa norsku dansa,
en lofa Norðmönnum að eiga sína dansa. Hitt tæki
nú út yfir, að fara að sýna útlendingum þessa norsku
dansa, og kalla þá íslenska vikivaka, og syngja t. d.
„Siggi var úti með ærnar í haga“, eða eitthvað slíkt
til að dansa eftir.