Lífið - 01.06.1937, Qupperneq 135
LÍFIÐ
293
Annars er ekki sagt, að vikivakarnir séu aldauða.
Ólafur Davíðsson, sem eg hefi mestallan minn fróð-
leik frá, segir svo:
„Það sést víða á vikivakalýsingunum, að þeir voru
einkum haldnir um jólaleytið, en þessi ljóshátíð er
þó ekki að eins haldin hjá menskum mönnum, heldur
einnig hjá álfum, því þá voru hýbýli þeirra ljósum
prýdd og alt lék þá hjá þeim á als oddi af dansi og
hljóðfæraslætti. Það fara sjaldnast sögur af gleði
álfa heima hjá þeim, en aftur sældust álfar eftir að
dansa í hýbýlum menskra manna á jólanóttina; þá
stóð svo á hjá bændum, að allir, sem vetlingi gátu
valdið, fóru til tíða; eftir var aðeins einn maður til
að gæta bæjarins; var því nóg rúm fyrir álfana að
dansa í baðstofunni, og þessi eina hræða, sem heima
var, truflaði sjaldnast gleði þeirra, því oftast ærðu
þeir hana eða drápu. Álfafólkið kom prúðbúið og
hafði með sér borðvistir og vín. Það át og drakk með
glaum og gleði og fór svo að dansa, dansaði alla
nóttina fram undir dag, en heim þurfti það að vera
horfið áður en dagur ljómaði. Einu sinni er sagt frá
því, að þessi gleði álfa fékk sorglegan enda, því að
Galdra-Leifi var á næstu grösum og hrópaði: „dagur,
dagur“ — áður en dagur var runninn. Varð álfun-
um svo hverft við, að þeir þustu á stað sem skjótast
og skildu eftir gripi sína og gersemar. Þrátt fyrir
það, að svona slysalega vildi til í þetta sinn, þykir
mér sennilegt, að álfarnir haldi vikivökunum áfram,
og er það mín einlæg tillaga, að vér látum þá eina
um þá skemtun". —