Lífið - 01.06.1937, Page 136
294
LÍFIÐ
Rosina.
Eftir Bernhard Ziegler.
ÞaS var óþolandi hiti. Loftið glampaði yfir gróð-
urlausum hæðum Tajodalsins, sem vörulestin fór í
gegn um.
Eustachio Garcia Lopez, eimreiðarstjórinn, gekk
nokkur skref frá reykháfnum fram og aftur, og lét
dragsúginn leika um ber, svitastorkin brjóstin, því
hann var nakinn niður að mitti. Mári, með hlaðna
byssu og brugðnum byssusting, horfði án afláts á
hann tortryggnilegum augum. Hann hallaði sér upp
að vegg í horninu á eimreiðarskýlinu, og var auð-
sæilega gerður út til þess að vera hemill á eimreiðar-
stjórann.
Eustachio virtist ekki gefa slíku nokkurn gaum, en
í hvert sinn, er augu hans hvörfluðu, eins og ósjálf-
rátt, þangað, sem Márinn stóð, beit hann saman tönn-
um og jafnoft brá fyrir brosi á andliti hans, sem var
svart af reyk og sem stórt ör á enninu lýtti mjög.
Það var eins og hann vildi segja: „Bara ef þú viss-
ir ...“
Lestin stefndi til Madrid.
Madrid.
Fyrir hálfum mánuði hafði Eustachio verið dragn-
að út úr fangelsi. Hann hafði næstum ár dúsað í
dýflissu í Salamanca. Hann hafði verið hafður í
haldi þar, síðan hann var tekinn til fanga eftir ósig-
ur stjórnarhersins við Badajoz. Það var nú annars