Lífið - 01.06.1937, Side 137
XÍFIÐ
295
slembilukka, mátti segja, að hann hafði sloppið lif-
.andi — ekki verið blátt áfram drepinn! Fjöldi stétt-
ar- og starfsbræðra hans höfðu verið skotnir strax,
þegar herfylkingar Francos ruddust inn í borgina!
Já, hve margir, margir meðal þeirra fanga, sem voru
með honum í dýflissunni, höfðu verið numdir á brott
og áttu þangað aldrei afturkvæmt! Hvað hafði orð-
ið um þá? Höfðu þeir verið skotnir? Sumir vafa-
laust! Aðrir notaðir á einhvern hátt í þjónustu rang-
sleitninnar! Svona var það! Þannig hélt það áfram
að vera! Svo oft, oft hafði hann sætt barsmíð og mis-
þyrmingum, og það var hreinasta furða, að hann var
tórandi! Jæja, hann var enn lifandi, ekki bar á öðru
og — frjáls, að minsta kosti nærri því það!
Einu sinni var hrópað inn í klefann: „Hver er
járnsmiður hér? Hver bifreiðastjóri ..o. s. frv.
Margar stöður buðust. Þeir, sem gáfu sig fram, komu
út: til þess að vinna. Loks hljómaði þetta einnig á
þessa leið: „Eru járnbrautarstarfsmenn á meðal ykk-
ar? ...“ Þá hafði Estéban gefið sig fram, sporskifta-
maðurinn. „Svikari! Landráðamaður!“ hafði Eusta-
chio hvíslað að Estéban, er hann straukst fram hjá
honum á leið út að klefadyrunum. Sjálfur hafði
Eustachio ekki svarað varðmanninum neinu. Nei,
nei — aldrei myndi hann gera slíkt! Vinna fyrir
Francopiltana! Nei! Betra að hníga dauður niður!
En þetta fór nú á annað veg. Dag nokkurn var
hann sóttur inn í klefann og farið með hann út —
undir bert loft. Eustachio var færður liðsforingja,
sem las upp úr skýrslu: „Eustachio Garcia Lopez —
•ert það þú? Frá Badajoz?“ Eustachio hafði kinkað