Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 138
296
LÍFIÐ*
kolli. Þá hafði liðsforinginn nefnt heimili hans. Aftur
hafði Eustachio játað. Hann hefði átt að þegja við
öllum spurningunum, því nú las liðsforinginn áfram:
„Eimreiðarstjóri ?“ Eustachio gat ekki framvegis
neitað eða borið brigður á, hver hann sjálfur væri.
Alt var framhaldið svo hraðfara, að Eustachio rank-
aði naumast við sér fyr en alt — þetta, sem hann
hafði ekki ætlað sér — var um garð gengið. Hann
horfði hálfringlaður á, að tveir hermenn voru skip-
aðir honum til fylgdar og fóru þeir með hopum á
skiftistöðina og settu hann yfir eimreið, sem búið
var að kynda undir og tilbúin var til brottferðar ...
Nú dugðu engin látalæti framar. Hér varð engu um
þokað. Hann var genginn í gildruna. Ef það var þá
ekki gildra, sem, undir kringumstæðunum, var þó
unandi við! Jú, hann —■ hann skyldi ráða fram úr
þessu og finna leið út! Að minsta kosti var hann þó'
kominn út úr klefa dýflissunnar.
Og heimskir voru þeir vissulega. Ekki vantaði það.
Honum var slíkt þegar ljóst. Já, þetta voru bláberir
asnar, þrátt fyrir alla þeirra hræðilegu grimd! Þeg-
ar hann fór í þessa fyrstu ferð sína í þágu Franco,.
hafði hann beðið um, meðan að lestin nam staðar
stutta stund í Badajoz, að mega stökkva sem snöggv-
ast heim til sín. „Til þess að sækja fötin mín“, hafði
hann sagt. Honum var strax veitt leyfi til þess, auð-
vitað í fylgd með öðrum hinna alvopnuðu Mára, er
aldrei yfirgáfu hann eitt einasta augnablik. En aug-
ljóst var, að gloppur voru hjá Franco, hvað snerti
ýmislegt árásarstyrjöld hans viðkomandi. Heima hjá.
Eustachio var gersamlega öllu umturnað. Ekki tang-