Lífið - 01.06.1937, Page 140
298
LÍFIÐ
Tiana. Til Madrid! Ro-sinama-drid, Ro-si-nama-drid,
sungu teinaskiftin.
Upp frá þeim degi hafði Eustachio gert sér sér-
stakt far um að reynast vel, hafði framkvæmt allar
skipanir út í ystu æsar. Ennþá hafði hann aðeins
haft starfa á leiðum langt frá vígstöðvunum. En hann
vissi, að þegar hann væri búinn að ávinna sér fult
traust, yrði hann notaður á leiðum sem lægju að víg-
vellinum — á sinni gömlu leið: Plasencia—Madrid.
Og raunverulega hafði það þegar hepnast! Nú var
hann á leiðinni til Madrid. Og þegar hann væri einu
sinni kominn — kominn að víglínunum ... !
Eimreiðin var feiknamikið bákn, eins og sú, sem
hann hafði áður stjórnað. Lestin var löng og þung.
Hver farmurinn væri, var Eustachio ókunnugt um.
Hermenn voru það ekki, aðeins nokkrir fylgdarmenn
voru í lestinni.
Ro-si-nama-drid, Ro-si-nama-drid, Madrid, Ma-
drid ...
Eustachio horfði fram. Já, það var járnbrautar-
stöðin í Torrijos. Stöðvunarmerki hafði verið gefið.
Hægt dró hann hemilstöngina að sér. Lestin nam
staðar. Hvílíkur skelfilegur hiti! Það var löngu liðið
af hádegi. Það var kvalræði að vera inni í eimreið-
arskýlinu vegna hitans frá reykháfnum og járnveggj-
unum, sem voru orðnir glóandi heitir í gegn af sól-
argeislunum. En þarna, vinstra megin lestarinnar
var dálítill skuggi.
Eustachio gekk að dyrunum og fór að klifra nið-
nr stigann. Márinn rak upp eitthvert óp og veifaði
honum. Eustachio benti á skuggann. Varðmaðurinn