Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 143
LIFIÐ
301
Hægt þokaðist lestin af stað. Hægt tóku teinarnir
aftur að syngja: Ro-si-na, Ro-si-na, Ro-si-na —
Ójá, lestin var á leið til Madrid. Hún var á leið-
inni til Rosina.
Til Madrid? Öll heila lestin?
Ro-si-na, Ro-si-na ... Til Madrid ... Dynamitið,
sprengjurnar ...?
Sprengjur til Madrid! Hann sjálfur, hann Eusta-
•chio Garcia Lopez, flutti sprengjur til Madrid! Ma-
drid — þar var Rosina ... en ... hann var enn ekki
í Madrid. Hann var á leiðinni til Madrid. Lestin
myndi nema staðar hjá Madrid. Og sprengjurnar?
Lær myndu verða affermdar þar. Áður en hann
.sjálfur væri kominn inn í Madrid (borgina sjálfa).
Já, myndi hann þá, blátt áfram sagt, komast alveg
alla leið til Madrid? Ó, hann varð að komast til Ma-
drid!
Ro-si-na, Ro-si-na, sungu teinarnir.
Til Madrid. Hann — lestin hans — sprengjurnar.
Og þá var eins og augu hans opnuðust fyrir óskeð-
um hlutum í nálægri framtíð: Hann flutti sprengjur.
Leim var látið rigna yfir Madrid. Hús og hallir borg-
arinnar lagðar í rústir, og undir rústunum var
Rosina.
Ro-si-na, Ro-si-na — söng lestin.
En, ónei, hún söng eitthvað annað! Það var ekki
framar söngur um Rosina, heldur ... !
Eustachio stóð grafkyr og hlustaði. Nú heyrði
hann það alveg glögt og greinilega: Guerni-ca, Guer-
ni-ca, Guer-ni-ca ... Það var það, sem lestin söng!
Lestin hans! Guernica, Guernica! Rosina undir rúst-