Lífið - 01.06.1937, Qupperneq 144
302
LÍFIÐ
unum! Og ekki Rosina ein: Það lágu dánar í blóðí
sínu margar konur, ásamt mörgum ungum börnum.
Sundurtætt var þetta fólk af sprengjum, sundur-
marið af grjóti, grafið í auri, leðju og mold! Og
hann — hann, já hann Eustachio Garcia Lapez —
hann, og enginn annar, hafði flutt þessar sprengjur
til Madrid! Hvernig í ósköpunum hafði hann getað
gleymt öðru eins og þessu ? En nú varð alls ekki aftur
snúið. Hann var á leiðinni til Madrid, hann, já —
hann og sprengjurnar, án afláts.
Guer-ni-ca, Guer-ni-ca, Guer-ni-ea ...
Þá heyrði Eustachio alt í einu langdreginn eim-
pípublástur. Hann hafði næstum alveg gleymt, hvar
hann var staddur á járnbrautinni — gleymt að gá að,
hvaða vegarkafla var hér um að ræða. Hann var
þegar kominn til Illescas! Þar var bugða á brautinni.
Fyrir handan lá járnvegurinn upp mjög hallandi
brekku. Strax hlyti sporskiftamerkið að verða gefið
■— merkið um hvort halda ætti áfram viðstöðulaust
eða nema staðar og halda kyrru fyrir um stundar
sakir. Eustachio horfði á brautina framundan. Jú,
það stóð heima! Hér hófst sporskiftistöðin, og fyrir
handan vinstra megin í brekkunni, var áframhald-
andi kafli af brautinni. En hvað var að tarna? Þarna
var — já, þarna var járnbrautarlest. Löng vörulest,
eins og hans, með háfermdum vögnum. Á hinum
enda hennar þrumaði í eimreiðinni, sem þeytti úr sér
reykjar- og eimstrokum. Hún hafði auðsæilega rétt
áðan gefið merkið. Nú blés hún aftur, lengi, með
rykkjum og rokum, til viðvörunar. Þessi lest stóð á.