Lífið - 01.06.1937, Page 148
306
LÍFIÐ
hverfur út um dyrnar. Hún fálmar sig eftir löngum
koldimmum gangi út úr bænum, út í vorblíða haust-
nóttina, og höktir af stað í stefnu á myrkan birki-
skóginn í hlíðinni. Það er eigi mjög löng leið, en
torfær og þreytandi hrumu gamalmenni. En veðrið
er hlýtt. Gamla konan sveipar þó fastar um sig
sjalgarminum sínum, þrátt fyrir það, og svo heldur
hún áfram að hreyfast hægt og hægt upp eftir brattri,
ósléttri brekkunni, uns hún nær takmarkinu. Loksins
er hún komin fast að neðsta birkirunnanum, grípur
um veikar greinarnar og styður sig við þær. Og nú
horfir hún til baka. Hún hefir gleymt að slökkva
Ijósið í bænum, og litli einnar rúðu glugginn á þak-
inu skilar bjarma þess í daufri stjörnu móti ofurefli
myrkursins. Gamla konan horfir lengi á ljósið, en
hún fær svima og ónot í höfuðið af að stara svona
fast, og þegar hún snýr sér undan, gætir hún sín
ekki og dettur um rótarhnyðju. Um leið og hún fell-
ur, slást greinarnar, sem hún hefir haldið um, í
andlit henni og særa hana. Hún liggur á jörðinni og
bregður sér ekki. Þreytan hefir örmagnað hana, og
hún hvílir sig nokkur augnablik. Þá fer hún að brölta
á fætur og tekst það. En aftur rekur hún tærnar í
fúna hnyðju og er nærri dottin. Þessir illkvitnislega
hörðu fnjóskar leynast í hverju fótmáli. Og það er
gott fyrir þá, sem ætla að tína sprek í eldinn. Gamla
konan skríður með braki og brothljóðum gegnum
þéttan runna og kemur inn í rjóður. Hún fikar sig
lafhægt áfram, með hendurnar niðri í grasinu, þreif-
ar og þreifar, finnur sprek og hnyðjur og safnar því
saman í stóran bing í miðju rjóðrinu. Einstaka sinn-