Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Qupperneq 84

Frjáls verslun - 01.04.2003, Qupperneq 84
„Svona gera fagmenn" gæti Gunnlaugur Helgason verið að segja - en hvað er hægt að lesa út úr því hvernig hann heldur á borvélinni? Kona er ekki bara kona Gunnlaugi Helgasyni, byggingameistara og sjónvarps- stjörnu, er skemmt þegar hann fær það verkefni að ritja upp minningar - snikkarasögur. „Veistu, mig langar miklu meira til að ræða dótaflkn iðnaðarmanna," segir hann með stríðnisglott á vör. „Horfðu bara á iðnaðarmann eða áhugamann um smíðar inni í verslun sem selur fagverkfæri. Þetta er alveg eins og að horfa á krakka í dótabúð! Eini munurinn er sá að fullorðni einstak- lingurinn hefur aðeins meiri sljórn á sér, hoppar ekki og skoppar um allt...“ Gunnlaugur segist hafa óskaplega gaman af því að fylgjast með þessu og sérstaklega hversu ólíkt menn bera sig að. Sumir eru fljótir að ákveða sig, grípa það verkfærið sem þeim líst á og kaupa það á meðan aðrir koma fyrst í hádeginu, skoða vandlega og strjúka verkfærunum blíðlega. Hugleiða kosti og galla, koma svo aftur og hafa jafnvel farið í aðra búð í millitíðinni til að bera saman verð og gæði og í þriðja sinn kaupa þeir stykkið - ef það hefur staðist allar rannsóknir. Þetta er eiginlega alveg eins og þegar karlar eru að velta konum fyrir sér. Sumir sjá konuna, ráðast til atlögu og eru snöggir á meðan aðrir fara sér hægar. Svo er auðvitað alltaf spurning um það hvort hentar betur því kona er ekki bara kona frekar en verkfæri er bara verkfæri. Gunnlaugur bætir því við að það væri sennilega gáfúlegt fyrir konur að fara í verkfæraverslanir ef þær vildu reikna út persónuleika þeirra sem þær hefðu áhuga á að kynnast betur. „Nú, eða þá til að kynnast körlum - það er örugglega ekkert verri leið en að stunda skemmtistaði,“ bætir hann við og á greinilega erfitt með að hemja stríðnispúkann sem vill bijótast út.S!] 84 Örn Árnason mundar hamarinn, vígalegur á svip. Hnífurinn er bestur ■ ■ Orn Arnason leikari er vanur maður þegar um smíðar og viðgerðir er að ræða. Hann er óspar á ráð varðandi ýmis verk og á gott safn verkfæra eins og gefur að skilja. En jafnvel menn eins og hann geta lent í klípu eins og við hin og Örn segir hér frá tveim slíkum atvikum. „Eg hafði keypt fataskáp, ósamsettan, og þurfti að koma honum saman. Eg ákvað að sýna skynsemi og setja hann saman að hluta til úti í bílskúr þar sem var miklu betra pláss en í herberginu þar sem hann átti að vera. Þegar ég var búinn að koma saman grindinni og bakinu var kominn tími til að koma skápnum inn. Hurðin var geymd til betri tíma og átti að setjast á seinna. Þetta var skápur í fullri stærð, 2,50 m á hæð og talsvert mál að hreyfa hann. Nema hvað, ég kom skápnum inn um dyrnar og inn ganginn - með talsverðum harmkvælum, því það var ansi þröngt um. Svo komst hann inn í herbergið og þá sat allt fast því auðvitað var ekki hægt að reisa skápinn upp þar sem hann var miklu hærri þegar hann var reistur svona upp á ská en lofthæðin leyfði! Eg varð því að bíta í það súra epli að koma skápnum út aftur og taka hann sundur og setja hann saman aftur inni í herberg- inu. Það þarf víst ekki að taka það fram að þetta tók óratíma, sér- staklega að taka hann sundur aftur.“ En hin sagan er svona: „Ég var einhvern tíma að leggja flísar á heilt gólf og inni á miðju gólfinu ætlaði ég að gera bekk, hálfar flísar, sem renndar voru í hring og þannig búin til skreyting. Þetta voru stórar flísar, 50 x 50 sm, en litlu flísarnar sem skornar voru úr þeim stóru voru 25 x 25 sm. Ég byijaði að leggja flísarnar og það gekk bara vel. Þar til kom að síðustu flísinni. Hún komst ekki í gatið. Ég horfði á þetta og reyndi aftur og aftur en ekkert gekk. Flísin stóð alltaf upp á hinar. Ég skildi þetta ekki. Þetta var þaulreiknað og átti að passa. Allt í einu sá ég hvar villan lá. Það voru fúgurnar. A milli flísanna voru nefni- lega 4 mm fúgur og það var í góðu lagi þar til ég reyndi að setja helmingi fleiri flísar í plássið og gleymdi að reikna með því að fúgan þyrfti þá að vera helmingi þynnri til að allt gengi upp!“ Þegar Örn var spurður um uppáhaldsverkfærið sitt þagnaði hann andartak en sagði svo: „Það er tvímælalaust hnífurinn. Hann er hægt að nota til margra hluta og hann þarf ekki raf- magn.“ S3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.