Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 42
120
MORGUNN
Meðan á rannsókn stóð, og nú, á þessari hinztu stundu, verð
ég vist að viðurkenna, að ég gat varla vænzt þess að fólk myndi
skilja ástæður minar. En ég gerði þetta einnig vegna dóttur
minnar. Hún er hreinasta og sannasta manneskja sem ég þekki,
og hún hefur þjáðst nóg.
Ég verð því hér að lýsa yfir þvi, með mikilli alvöru og eins
miklum krafti og mér er mögulegt, að hvorki böm mín né
eiginmaður eða neinn frá endurskoðunarskrifstofunni hafði
minnsta grun um þessa hluti. Ekki talaði ég heldur nokkurn
tima um þá við hina látnu syni mína.
Mér er ljóst, að með þvi að stytta mér aldur, þá hlýt ég að
baka mér refsingu fyrir handan, en mér finnst ég ekki eiga ann-
ars kost.
Að lokum vil ég taka það fram, að hvorki Ingeborg né Frið-
þjófur vissu um liftryggingu eiginmanns mins fyrr en að hon-
um látnum.
Ég tek almáttugan Guð til vitnis um það, að þetta er heill og
allur sannleikurinn.
Dagný Dahl.“
Eftir að bréf þetta hafði verið birt opinberlega, voru réttar-
höldin yfir Ingeborg endurnýjuð á breiðara og nákvæmara
grundvelli en áður. Yitni voru leidd og enduryfirheyrð. —
Snemma í málaferlunum bauðst Norska sálarrannsóknafélagið
til þess að greiða kostnað af rannsóknvun erlends sérfræðings
í sálarrannsóknum, ef réttinum þóknaðist að þiggja aðstoð
hans; en þessu tilboði var hafnað.
Réttarhöld þessi og rannsóknir málsins reyndust hvort-
tveggja mjög langdregið og flókið.
Eftir að Ingeborg skildi við eiginmann sinn herra Köber, þá
trúlofaðist hún, eins og ég hef getið, lögfræðingi nokkrum,
Segelcke að nafni. Ingeborg og unnusti hennar skrifuðust á
bréfum næstum daglega. Þannig höfðu, frá því að hún sagði
fyrir lát föður síns og til þess tíma sem hann drukknaði, farið
á milli þeirra um 80 bréf. Úr því að saksóknari neitaði að láta
ákæru sína falla niður, afhenti Ingeborg dómstólunum bréf
þessi. En í þessum rúmlega 80 bréfum fannst ekki stafur, sem