Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 68
146
MORGUNN
stíf eins og trjábolur. Stevens læknir gat gripið hana og lagði
hana gætilega á gólfið. Varir Lurancy tóku að hreyfast, en
ekkert skiljanlegt hljóð kom þó yfir þær næstu tíu mínútur
eða svo. Þá heyrði fólkið, að hún var að skipa Katrínu að
hypja sig burt, og einhverjum öðrum virtist hún einnig skipa
að fara. Nefndi hún ýmis nöfn í þvi sambandi, en enginn við-
staddur kannaðist við neitt þeirra.
Þegar þögn færðist aftur yfir stúlkuna, spurði Stevens lækn-
ir hana, hvort hún vildi ekki að sér væri stjórnað af betra fólki.
Lurancy svaraði: „Jú. Hér eru margir andar, sem gjarnan
vilja koma í gegn.“
Eftir andartaks þögn bætti hún við: „Einn þeirra er Mary
Roff.“
Föður hinnar látnu Mary Roff, sem var viðstaddur, brá í
brún og sagði: „Mary! Það er dóttir mín. Það eru mörg ár
síðan hún dó. Okkur þætti mjög vænt um að fá að heyra í
henni.“
Þá virtist Lurancy eiga einhver orðaskipti við Mary, og að
lokum sagði hún, að Mary Roff mundi koma i staðinn fyrir
fólk eins og Katrínu Hogan, sem hún áður hafði minnzt á.
Síðan brosti Lurancy og spennan fór úr henni, og með þvi
var þessum fundi lokið.
Vennum-hjónin vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið morgun-
inn eftir þegar Lurancy, sem hingað til hafði verið ofsafengin
og óútreiknanleg, svo að hverja stund þurfti að gæta hennar,
var orðin elskuleg, kurteis og eftirlát. En það var ekki nóg með
það; hún virtist ekki þekkja neinn af heimilisfólkinu. Hins
vegar hélt hún því fram, að hún væri Mary Roff og vildi fara
heim til sín.
Thomas Vennum, sem ekki vissi sitt rjúkandi ráð, skundaði
til heimilis Roff-hjónanna, sem var skammt frá, og skýrði
þeim frá þessari nýju þróun mála. Sagði Thomas, að Lurancy
dóttir sin hegðaði sér eins og unglingur, sem kvelst af heim-
þrá, og vildi fá að sjá pabba sinn og mömmu og aðra ættingja.
Eins og nærri má geta, urðu Roff-hjónin ekki síður undr-