Morgunn - 01.12.1971, Page 108
186
MORGUNN
in eru því konungsins og ljóðin bókmenntarit með trúarlegum
og dulfræðilegum undirtómnn. Erfiðleikar í sambandi við
skilning á ljóðunum stafa blátt áfram af því, að skáldið hefur
látið hugargamm sinn geysa í hita innblásturs síns.
Hán kenningin segir, að eigna megi stúlkunni í ljóðunum að
minnsta kosti hluta af verkinu, og að ýmsar aðrar raddir komi
þar fram. Vissulega virðast sum vísuorðin vera eftir Salómó, en
slíkt verði ekki sannað. Þetta geti einnig verið safn ljóða, sem
gengið hafi mann fram af manni og eitthvert snjallt skáld síð-
ari tíma hafi svo tekið saman í þetta safn.
En hvað sem þessu líður þá hafa þessi merkilegu ljóð þó
komið af stað heimspekilegum heilabrotum hjá mörgum fræði-
manninum. Þykir þannig mörgum orðalag og efni minna mjög
á ýmsar aðrar dulspekilegar bókmenntir heimsins. Er ekki
ástæðulaust að ætla að þau hafi fengið tignarsess sinn meðal
heilagra rita vegna þess að þetta sé eitthvað annað og meira en
rómantískt kvæðasafn. Þannig taldi rabbíinn Aben-Ezra til
dæmis að skilja ætti Ljóðaljóðin bæði bókstaflega og á tákn-
rænan eða dulspekilegan hátt. Ljóðin væru hvort tveggja í
senn veraldlegt ástarljóð og innblásið andlegt verk. Undir
áhrifum frá arabiskri heimspeki túlkuðu svo aðrir ljóðin á sál-
fræðilégan liátt. Þar er stúlkan hörundsdökka hinn starfandi
andi náttúrunnar sem Salómón reynir að beygja undir vilja
sinn. Hinn skínandi konungur og hin þeldökka mær táknuðu
ef til vill ljós og myrkur, Guð og náttúruna, efni og anda, lík-
ama og sál?
Merkir höfundar eins og Ernest Renan og Dr. Niebuhr hafa
fjallað um Ljóðaljóðin auk annara lærðra manna. Þessari
óvenjulega fallegu bók hefði mátt sýna þann sóma að láta
henni fylgja góðan formála um hinar ýmsu skoðanir á ódauð-
legu efni hennar.
En hvort sem litið er á boðskap Ljóðaljóðanna frá trúarlegu
eða veraldlegu sjónarmiði, þá er hann vissulega tær eins og
uppsprettulind og djúpur sem hafið.
Þessi litla bók er ákaflega fögur og eiga myndskreytingarnar
sinn drjúga þátt í því.