Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Síða 10

Morgunn - 01.06.1981, Síða 10
8 MORGUNN stund og sagði síðan: „Nei, sko klárgreyið. Einkennilegt hvað hann stendur grafkyrr og hreyfingarlaus niðri á sléttunni“. Þá hefur hún víst séð eitthvað út úr mér og farið að athuga nánar eða sýn hennar hefir breytzt allt í einu eins og mín áður. „Hvaða vitleysa er þetta í þér, drengur? Þetta er ekki hestur, heldur hundur“. Sálfræðingar þekkja vel svona dæmi. Ég hefi séð í sál- fræðiritum myndir, sem stundum sýndu kjúklinga og stund- um kanínur, stundum kúlu og stundum holu, og í kennslubók, sem notuð er til fermingarundirbúnings, er mynd, sem bæði getur verið af ungri stúlku og gamalli konu. En hvað lærum við af svona dæmi, eins og þvi, sem ég nefndi um hestinn og hundinn? Við lærum að minnsta kosti tvennt. I fyrsta lagi, að línur og form, sem verka á auga mannsins, má túlka á fleiri en einn veg. MaSurinn sjálfur leggur inn í mynclina merkingu hennar. T öðru lagi sannar dæmið, að túlkun skynmyndarinn- ar fer eftir hugarheimi mannsins, jafnvel þótt hann verði að einhverju leyti fyrir áhrifum frá öðru fólki, eins og móðir min. Þegar ég nefndi hestinn, var hún þegar reiðuhúin til að sjá hest, en ekki hund. Hún treysti skynjun minni og sann- sögli. Þegar hún var orðin laus undan þeim sefjunaráhrifum og fór að túlka myndina sjálf, fylgdi hún ekki lengur mínum bendingum. Nú skulum við hugsa okkur, að ég hefði sagt við hana, að ég sæi ljón niðri á túni. Þá veit ég fyrir víst, að hún liefði aldrei séð ljón þar sjálf, af þeirri einföldu ástæðu, að ijón gengu ekki um túnin á Djúpavogi, eins og hestar og hund- ar gerðu stundum. Hestar og hundar voru innan hennar hug- arheims, en ekki ljón. Hún sá hest, af því að hún trúði á til- veru hestsins, en hún hefði ekki séð ljónið, af því, að hún trúði ekki á það í því umhverfi sem hún og ég vorum i. Þetta getur vakið þá spurningu, hvernig huldufólkssýnunum hafi verið háttað áður fyrr. Trúðu menn á huldufólk af þvi, að þeir sæju það, eða sáu menn huldufólk, af því að þeir tryðu á það? En hvað kemur þetta við trúnni á hið yfirnáttúrlega? Segj- um sem svo, að raunvísindamanni sé skýrt frá kraftaverki,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.