Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 12

Morgunn - 01.06.1981, Page 12
10 MORGUNN Nú skulum við snúa okkur að fornöldinni. Ég hefi lagt áherzlu á, að skynjun mannsins og túlkun atburða og fyrir- bæra sé háð hugarheimi hans. Efnishyggjumenn geta ekki komið yfirnáttúrlegum athurðum fyi'ir í sínu þekkingarkerfi. En hvernig var hugarheimur fornaldarinnar? (Til að forðast misskilning, vil ég taka fram, að hér á ég við fornöldina, eins og hún lýsir sér í menningar- og trúarsögu þeirra þjóða við Miðjarðarhafið, sem hrundu af stað þeim menningarstraum- um, sem vér erum í snertingu við enn í dag á Vesturlöndum). Eitt af grundvallarhugtökum fornaldarinnar var kosmos, alheimurinn sem reglubundin og lögbundin heild. Um þetta notar ritningin oftast orðin „himin og jörð.“ Andstæða hinn- ar lögbundnu heildar var óskapnaðurinn, kaos, glundroðinn, niðurrifið, hið formlausa. Þessar andstæður birtast meðal ann- ars í sköpunarsögunni í fyrsta kapítula Mósebókar. Þar er myrkrið hið skáldlega tákn óskapnaðarins, þess sem ekki sést og því er í rauninni ekki til. Með Ijósinu er sköpunin hafin, og með því fá hlutirnir form. Hafið, sem hylur allt í byrjun, er einnig tákn og ímynd hins óskapaða, en landið rís úr sænum, heimurinn verður til. Þegar þetta gerist, er Guð að verki. Hann er einn, og tilveran er því undir einu valdi og einni stjórn. Þessi hugsun kemur víða fram í Gamla testa- mentinu og kristnir menn tóku hana að erfðum. I 104. sálmi Davíðs er dásamleg lýsing á því, livemig stjórn Guðs myndar samhengið og regluna í allri tilverunni. En hvernig var þá hinn skapaði heimur í vitund fólksins? Hann var fyrst og fremst himinn og jörð og undirheimar. Þriggja hæða hús með fjölda herbergja. Jörðin var flöt í þá daga, en festingin var þakið yfir jörðinni og myndaði gólfin í himninum. Undir jörðinni var staður hinna dánu, dauða- rikið. Það mun hafa verið sameiginleg hugsun alls almenn- ings, að þeir, sem dæju, væru ennþá til í vissum skilningi, en þó ekki lifandi á þann hátt, sem menn lifðu i jarðheimi. Til eru að minnsta kosti tvö stig í þróun slíkrar trúar. Fyrst eru það bæði góðir menn og vondir, sem gista undirheima, en siðar fara hinir réttlátu að hljóta stað í einhverjum himn-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.