Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 15

Morgunn - 01.06.1981, Page 15
SKILNINGUIi . . . 13 smeykir um, að lesendur misskilji orðið „inn í“ og leggi þá merkingu í það, að dúfan, jafnvel efniskemid dúfa, hafi farið inn í Jesú. Á hinn bóginn þekktu þeir hina fomu sögu um andann, sem sveif yfir vötnunum i öndverðu, eins og fugl (I. Mós. 1, 2). Annað dæmi, sem ég nefni er frá Jóhannesarguðspjalli (12, 28), þar sem Jesús er á bæn. Þá kom rödd af himni. Fólkið, sem stóð þar og heyrði, sagði þá að þruma hefði komið. Aðrir sögðu: „Engill talaði við hann.“ Þessi lýsing her vott um, að sá sem skrásetti, hafði skilning á því, að skynjuuin var að nokkru leyti háð þeim, sem varð af henni snortinn. Sama hljóðið hefir borist til eyma öllum, en skilningurinn varð ekki á einn veg. Ef til vill er þessi reynsla skiljanlegri, ef það er haft í huga, að margir hugsuðu sér engilraddir gifurlega sterkar og máttugar. En hvortveggi skilningurinn var innan ramma hins mögulega. Oft hafa guðfræðingar furðað sig á þvi, að þegar Jesús birtist Maríu Magdalenu eftir upprisuna, bannar hann henni að snerta sig, en skömmu síðar leyfir hann Tómasi postula að koma við sig. Þýskur prófessor, faðir í reglu heilags Bene- dikts, skýrir þetta með hliðsjón af dulsálarfræðinni og tekur tillit til orðavals á frummálinu, grískunni. Ef miðað er við fmmtextann, er Mariu bannað að þrífa í eða halda í líkama Jesú, en Tómasi er leyft að snerta hann, þ. e. a. s. að tyfta fingrum sínum á yfirborðið. Gerð upprisulíkamans er þannig, að það má snerta hann, en ekki þrífa í hann eða halda í hann. Það virðist að minnsta kosti vera gert ráð fyrir því, að gerð hins yfimáttúrlega „hlutar“ hafi þýðingu, þegar að því kem- ur, að jarðneskt fólk skynji hann. Að endingu tek ég eitt dæmi, sem hefir þýðingu i þessu samhandi. Það er sýn Páls postula hjá Damaskus, sem ég áðan nefndi. I Postulasögunni segir Lúkas*) frá atburðinum * Lúkas er bæði talinn höfundur að guðspjallinu og postulasögunni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.