Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 24

Morgunn - 01.06.1981, Page 24
22 MORGUNN En hvað um samband dulskynjunar og tíðni munaðra drauma og berdreymis? Tilgátur um slíkt samband prófuð- um við einnig fyrir ári siðan (Haraldsson 1975). Marktækt samband fannst fyrir hvoruga tilgátuna hvorki þá né nú. Samantekt: Sé litið á frávik fjölda réttra lausna frá meðal- tilviljun sem vísbendingu um forspárgáfu kemur eftirfarandi í ljós: 1. Marktækur munur er á fjölda réttra lausna, þegar þátt- takendur eru flokkaðir eftir trú sinni á tilveru hugskeyta Og forspárgáfu. Mjög marktækur munur er á fjölda réttra lausna séu þátttakendur flokkaðir eftir því hve oft þeir lesa bækur og greinar um dulræn efni. 2. í heild virðast því þeir, sem trúa á og lesa oft um dulræn efni, nota forspárgáfu sína til að fjölga réttum lausnum í forspárprófi en „vantrúarmennirnir“ virðast nota sömu gáfu til að fækka réttum lausnum. 3. Af einstökum hópum manna virðast „vantrúarmennirnir“ sýna mesta forspárgáfu en nota hana til að komast á villigötur. Niðurstödur jorspárprófs eftir viðhorfum skólafólks til dulrænna fyrirbœra og lestri um dulræn efni. Fjöldi svarenda Réttar lausnir á forspár- prófi Frávik réttra lausna frá meðal tilviljun Meðaltal réttra lausna Staðlað frávik (Z) Telja tilveru hug- skeyta og forspár- hæfileika: a. Vissa 90 1841 + 41 20,46 + 1,08 b. Mögulega 331 6565 — 55 19,83 - 0,76 c. Óhugsanlega 28 511 - 49 18,25 - 2,32 Alls 449 8917 - 63 19,86 - 0,53

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.