Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 36

Morgunn - 01.06.1981, Page 36
34 MORGUNN tíma miSað við okkur. Ef við gætum með einhverjum hætti skynjað agnir þessar á tilteknum stað í timanum, þá kæmum við síðar að þeim punkti á tímaásnum þar, sem ögnin á upp- runa sinn. Séu slíkar agnir til, þá er ekki útilokað, að þær gætu borið í sér einhvers konar orkumynstur, er innihéldi upplýsingar af einhverju tagi - t. d. tengdar myndunar- staðnum. Ef við svo hugsum okkur þessu til viðbótar, að sum- ir einstaklingar séu næmir fyrir áhrifum frá ögnum þessum, þá gætu þeir hugsanlega öðlast vitneskju um atburði, sem eru framundan honum á tímaásnum, þ. e. séð óorðna hluti. Hugmyndir af þessu tagi minna reyndar fljótt á litið á for- lagatrú. Ég minntist á orkumynstur. Það er álit margra, að hlutir og staðir safni í sig orku eða orkumynstri frá umhverfinu og geymi þannig í sér eins konar upplýsingar eða „minni“ um liðna atburði. Þessi hugmynd gæti á hinn bóginn bent á möguleika á að sjá aftur í tímann og „fylgjast með“ löngu liðnum atburðum. Þá eru uppi hugmyndir um, að tíminn sé í sjálfu sér ekki til - sé aðeins sjónhverfing. Tökum dæmi, sem gæti - a. m. k. að hluta til — skýrt hugmynd af þessu tagi. Hugsum okkur, að atburðir — eða ferlar — sem eiga sér stað í heiminum séu hliðstæðir myndaröð á vegg lokaðs hringherbergis. Við sætum þá i miðju herberginu á stól, sem snerist hægt, og skynjuðum við þá hinar mismunandi myndir, er fyrir augu okkar bæru, sem samfellda atburðarás í tíma. Ef við gætum hins vegar staðið uppi á stólnmn og snú- ið okkur á alla kanta í herberginu sæjum við, að þessi at- burðarás er í raun blekking - atburðarásir, er við hefðum upplifað, eru þarna á veggnum — samansettar af eins konar myndaröð - líkt og myndir á kvikmyndaspólu. Við gætum þá litið á myndir þessar báðrnn megin við okkur — fyrir framan okkur og aftan - þ. e. skyggnst fram og aftur í „tím- ann“. Enn ævintýralegri hugmynd á uppruna sinn í skammta- fræðinni. Þetta er hugmyndin um samsíSa heima. Hér er gert ráð fyrir þeim möguleika, að þegar um val á athöfnum

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.