Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 48

Morgunn - 01.06.1981, Side 48
FRANZISCA GUNNARSDOTTIR: SJÁLFSKÖNNUN í GEGNUM DRAUMA Nýlega kom lil Islands Gerald David Steinberg, rabbíni frá Kanada, þeirra eiinda að kenna „sjálfskönnun í gegnum drauma“. Steinberg fæddist áttunda júní 1935, í Regína, Saskat- chewan, og ólst upp í gyðinglegri trú. Að loknu B.A.-prófi i sálfræði ákvað hann að gerast rabbíni, eða gyðinglegur prestur, enda hafði hann velt fyrir sér andlegum hugarefn- um frá barnæsku. Hann útskrifaðist rabbini frá Hebrew Union College — Jewish Institute of Religion í Cincinatti árið 1965. Honum fannst sig skorta víðsýni umfram það, er kynni af einungis einum trúarbrögðimi geta veitt, og vildi þvi leita á vit annarra kenninga og stefna. Þáttur í þeirri leit varð tveggja ára dvöl á yoga stofnun, Yasodhara Ashram í Kootenay Bay, British Columbía, Kanada. Forstöðumaður þar var swami Radha, og auk hinna hefðbundnu yoga- iðkana var mikil áhersla lögð á drauma, merkingu þeirra og tilgang. Þessar draumarannsóknir eða kannanir voru það, sem Steinberg sóttist sérstaklega eftir, því að hann hafði dálitið óvenjulega reynslu af sinum eigin draumum. Þegar hann var um 9-10 ára gamall uppgötvaði hann sér til óblandinnar ánægju, að hann gat haft stjórn á draumum sínum. Hann gat ráðið hvert hann fór, hvað hann gerði, og síðast en ekki sízt hvernig fólk brást við honum. Það var samt ekki fyrr en seint og síðar meir að hann komst að því, að þannig var

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.