Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 51

Morgunn - 01.06.1981, Side 51
SJÁLFSKÖNNUN í GEGNUM DRAUMA 49 Það er raunar ofurlítið, sem mig langar til að minnast á i sambandi við heimsókn Steinbergs. Hann kom til landsins á vegum Sálarrannsóknafélags íslands, skilst mér, og fyrsti kynningarfundur hans er boðaður i smáauglýsingum Morg- unblaðsins á þennan máta: (Sjá mynd, 12. marz). 1 auglýs- ingunni kemur nafn félagsins hvergi fram, og ekki þekkja nú allir merkið, auk þess sem þessar smáauglýsingar eru mjög litið áberandi, enda reyndist vera sáralítil þátttaka fyrst framan af, en varð ágæt er á leið og eitthvað spurðist um manninn. Ekki er ég að hvetja til skrumauglýsinga, en væri ekki hægt að fara einhvern milliveg. f fyrsta lagi hlýt- ur koma erlendra gesta að kosta töluvert, nema þeir taki þátt í slíku sjálfir, svo hér kemur til fjárhagslegt sjónarmið, eða rekstrarsjónarmið. I öðru lagi, og það skiptir mestu máli, þá getur vel verið að námskeið þessi hafi farið fram hjá mörg- um, sem hefðu hafl bæði gagn og gaman af að sækja eitt- hvað slíkt. . Almennur kynningar- fundur veröur haldinn í kvöld 12. marz kl. 21.00 i Félagsheimili Seltiarn- arness. Fundarefni: Prófessor Jerry Steinberg heldur fyrirlestur j um „Sjálfskönnun í gegnum drauma" og kynnir fyrirhugaö námskeiö. Stjórnin. í 4

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.